fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Eiginkonan hvarf árið 1975: 43 árum síðar hefur eiginmaðurinn verið handtekinn

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 16. október 2018 07:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Richard Gale Pierce tilkynnti um hvarf eiginkonu sinnar í Wisconsin í Bandaríkjunum árið 1975 sagðist hann hafa komið heim dag einn og uppgötvað að konan hans væri farin.

Þessi örlagaríki dagur sem Richard vitnaði til var 8. september en heilir 82 dagar liðu þar til hann sagði lögreglu að konan hans, Carol Jean Pierce, hefði horfið. Richard sagði að það væri ekki beinlínis óvanalegt að hún tæki upp á þessu; hún hefði látið sig hverfa áður en ávallt komið heim nokkrum dögum síðar.

Richard, sem er 82 ára, var hins vegar handtekinn á dögunum vegna gruns um aðild að hvarfinu. Hann lá lengi undir grun í málinu en þar sem Carol fannst aldrei átti lögregla erfitt með að varpa ljósi á meinta sekt hans.

Lögregla hefur ekki gefið út hvað varð til þess að Richard var handtekinn. Í umfjöllun Journal Sentinel kemur fram að hann hafi þó haft ákveðinna hagsmuna að Carol kæmi ekki aftur. Hann hafi fengið lífeyris- og tryggingagreiðslur hennar, sameiginlegar eignir þeirra hefðu runnið til hans, þar á meðal stór landareign og hús á landinu. Þá vakti það grunsemdir á sínum tíma að Richard var kominn með nýja kærustu nokkrum vikum eftir hvarf Carol.

Þá hefur lögreglan vitnisburð nágranna hjónanna sem sagði að Carol hefði sagst áhyggjufull um að Richard myndi ráða henni bana. Þá hefðu þau rifist oft heiftarlega.

Brian Fillion, bróðir Carol, segir við Green Bay Press Gazette, að hann hafi beðið eftir þessum degi lengi, deginum að Richard væri handtekinn.

Ekki liggur fyrir hvað tekur við en að líkindum munu réttarhöld fara fram í málinu. Undanfarna daga hefur leit staðið yfir á landareign sem Richard og Carol áttu á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“