fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Vilja stofna 10.000 manna vopnaða landamærasveit til að gæta ytri landamæra Evrópu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. september 2018 21:30

Sýrlenskir flóttamenn. Mynd:Wikimedia Commons/ Mstyslav Chernov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjórn ESB hefur kynnt hugmynd um að setja á laggirnar 10.000 manna vopnaða landamærasveit sem á að gæta ytri landamæra ESB en einnig þeirra innri. Þetta á að gera til að reyna að hemja straum flóttamanna og innflytjenda til álfunnar.

Í ræðu á Evrópuþinginu sagði Jean Claude-Juncker, forseti framkvæmdaráðs Evrópusambandsins, að framkvæmdastjórnin muni leggja fram tillögu um þetta. Hann sagði að ekki verði lokað fyrir „löglegar komur innflytjenda til ESB“. Auk þess að gæta landamæra Evrópu mun landamærasveitin geta starfað utan Evrópu ef önnur ríki heimila það.

„Þetta þýðir ekki hervæðingu ESB en við verðum að geta varið íbúana fyrir innri og ytri ógnum. Við verðum að vera sjálfstæðari í að verja bandalagið. En við megum aldrei verða virki sem snýr baki við þeim hluta heims sem þjáist.“

Sagði Juncker.

Landamærasveitin er hluti af breytingum á hælisleitendakerfinu í Evrópu en leiðtogar ESB náðu samkomulagi í sumar um að breyta því. Meðal annars á að kanna möguleikana á að koma upp söfnunarmiðstöðvum í ríkjum utan Evrópu fyrir innflytjendur og álíka miðstöðvum í Evrópu fyrir innflytjendur sem eru teknir upp í skip og báta í lögsögu ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Í gær

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Í gær

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós