fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Kafarar farnir inn í hellinn á nýjan leik – Fimm bíða björgunar –Bein útsending

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 05:04

Frá björgunaraðgerðunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunaraðgerðir hófust fyrir um tveimur klukkustundum í Taílandi en þá fóru kafarar inn í hellinn. Þar sitja fimm og bíða björgunar. Ekki er vitað hvort hægt verði að bjarga þeim öllum út í dag eða hvort það verði fjórir sem koma út í dag eins og í gær og fyrradag en reynt verður að koma öllum fimm út í dag. Því hefur verið velt upp að ef aðeins fjórir verði fluttir út í dag þá muni þjálfari strákanna bíða þar til á morgun.

Ríkisstjórinn í Chiang Rai segir að strákarnir átta, sem hefur nú þegar verið bjargað út, séu við góða heilsu en þeir dvelja nú á sjúkrahúsi og verða þar í minnst eina viku. Þeir eru sagðir hafa verið svangir en ágætlega á sig komnir andlega. Tveir eru sagðir vera með lungnabólgu.

Á fréttamannafundi í nótt sögðu stjórnendur aðgerðanna að þeir fimm sem bíða björgunar verði allir fluttir út úr hellinum í dag. 19 kafarar héldu inn í hellinn. Mikið hefur rignt í nótt á svæðinu en ástandið í hellakerfinu er samt sem áður talið ágætt. Aðgerðir hófust fyrr í dag en undanfarna tvo daga og er talið líklegt að mikil rigning eigi þar hlut að máli, að ekki sé hættandi á að bíða ef vatnsmagnið í hellakerfinu skyldi aukast.

https://www.youtube.com/watch?v=aIsh7TcjGFk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
Pressan
Í gær

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða