fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Matur

Ljúffeng Sesar appelsínukaka sem á uppruna sinn að rekja til Frakklands

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 1. desember 2022 13:04

Þessi dásamlega appelsínukaka er hér kominn í jólabúninginn. MYND/VALLI.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðventa að hugljúfur tími þar sem jólaljósin umvefja okkur og margir njóta þess að baka ljúffengar kræsingar sem gleðja matarhjartað. Mæðgurnar Stella Birgisdóttir innanhússhönnuður og Inga Bryndís Jónsdóttir stílisti eru duglegar að njóta saman í aðventu og eiga sínar uppáhalds stundir gjarnan þar sem þær baka eitthvað ljúffengt með kaffinu. Ein af þeim kökum sem þær halda mest upp á er sáraeinföld í bakstri og dásamlega góð.

„Við höldum mikið upp á aðventuna og aðdraganda jóla. Þessi einstaklega góða appelsínukaka með jólaívafi gleður okkur alltaf jafn mikið og tendrar jólastemninguna í hjörtum okkar. Kakan á uppruna sinn að rekja til Frakklands og Frakkar kunna að baka einfaldar, gómsætar kökur sem bragð er af. Það var góður maður sem eitt sinn sagði: ,,Jólin eru hið eðlilega ástand mannsins”. Þannig ætti okkur öllum að líða allan ársins hring og við erum hjartanlega sammála honum,“segja þær Stella og Inga Bryndís fullar tilhlökkunar að eiga hátíðleg jól með sínum.

Sesar appelsínukakan með jólaívafi

150 g smjör

2 dl hrásykur

2 egg

½ dl safi úr einni appelsínu

Rifinn börkur af einni appelsínu

2 dl fínmalað spelt

1 dl möndlumjöl

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. vanilluduft

Byrjið á því að hita ofninn í 175°C. Smjör og hrásykur þeytt saman. Einu eggi bætt út í, í senn. Þurrefnunum bætt út í. Því næst er appelsínusafanum og berkinum bætt saman við. Að lokum er öllu hrært saman í stutta stund og skal passa að hræra ekki of lengi svo kakan verði ekki seig. Deiginu hellt í milli stórt kringlótt form og sett inn í ofn. Bakið við 175°C gráður í um það bil 40 mínútur. Berið fram á einfaldan hátt og hægt er að skreyta kökuna með grænum greinum að eigin vali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum