Fimmtudagur 12.desember 2019
Matur

Þú ert örugglega að setja alltof mikið af ávöxtum í boost-ið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 8. apríl 2019 10:30

Þetta er skyldulesning fyrir þá sem elska þeytinga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er rosalega sniðugt að fá sér hristing stöku sinnum, sem gengur undir ýmsum nöfnum, þar á meðal boost og smoothie. Hins vegar er mikilvægt að halda góðu jafnvægi í drykknum því of mikið af ávöxtum getur dúndrað blóðsykrinum upp og látið hungrið kalla stuttu síðar.

Í grein á Huffington Post er talað við næringarfræðinga sem benda á að sumir hristingar geti innihaldið nánast jafnmikið af sykri og kókdós. Það er ýmislegt hægt að gera til að halda ávaxtamagninu í lagi. Næringarfræðingurinn Rebecca Ditkoff mælir með að sleppa ávaxtasafa í þeytingnum og skipta honum út fyrir vatn. Þá mælir hún einnig með að setja ekki meira en einn bolla af ávöxtum í hvern drykk.

Annar næringarfræðingur, Meredith Price, segir það mikil mistök að nota of mikið af ávöxtum en ekki nóg af grænmeti í drykki. Þá segir hún einnig mjög vont að nota drykki til að blanda með sem innihaldi mikið af viðbættum sykri, svo sem sæt mjólk eða ávaxtasafa.

Enn annar næringarfræðingur, Jess Swift, segir ávexti eins og mangó og ananas innihalda mikinn ávaxtasykur og ætti því að nota þá í hófi. Þá bendir hún á að jógúrt innihaldi oft ótrúlega mikið af sykri og ætti fólk að vara sig á því.

Í stuttu máli er mælt með að í einn þeyting fari að hámarki einn bolli af ávöxtum og mikið af grænmeti. Þá er tilvalið að blanda þeytinginn með vatni eða mjólk eða safa sem inniheldur lítið af viðbættum sykri og ávaxtasykri. Þá er ekki mælt með því að nota meira en tvær matskeiðar af hnetusmjöri í drykkinn og ekki meira en tvær matskeiðar af fræjum. Þá er ekki gott að nota meira en fjórðung af avókadó í hvern drykk. Á vef Huffington Post er síðan hægt að finna hugmyndir af þeytingum sem næringarfræðingar samþykkja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Áskorun á vinsælum veitingastað klikkaði svakalega – Slökkviliðið kom henni til bjargar

Áskorun á vinsælum veitingastað klikkaði svakalega – Slökkviliðið kom henni til bjargar
Matur
Fyrir 1 viku

Í sjokki þegar hann sá hvað stóð á kvittuninni frá skyndibitastaðnum

Í sjokki þegar hann sá hvað stóð á kvittuninni frá skyndibitastaðnum
Matur
Fyrir 2 vikum

Sviplegt fráfall MasterChef-stjörnu skekur veitingabransann – Jamie Oliver í molum

Sviplegt fráfall MasterChef-stjörnu skekur veitingabransann – Jamie Oliver í molum
Matur
Fyrir 2 vikum

Allt sem Ian Somerhalder borðar á einum degi

Allt sem Ian Somerhalder borðar á einum degi
Matur
Fyrir 2 vikum

Saga Royal-búðingsins – Fortíðarþrá í íslensku þjóðarsálinni: „Fyrsti „maturinn“ sem krakkarnir læra að elda“

Saga Royal-búðingsins – Fortíðarþrá í íslensku þjóðarsálinni: „Fyrsti „maturinn“ sem krakkarnir læra að elda“
Matur
Fyrir 2 vikum

Ketó – með eða á móti?

Ketó – með eða á móti?