fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
Matur

Simon Cowell tekur upp vegan mataræði og segist „ætla alla leið“ – „Ég finn mikinn mun á líðan minni“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simon Cowell ákvað að breyta mataræðinu eftir að meiðsli létu hann hugsa um hversu óheilbrigður lífsstíll hans var. Nú hefur hann hætt að borða kjöt, mjólkurvörur og hveiti og ætlar að segja einnig skilið við fisk.

Tónlistarmógúllinn sagði frá því að hann væri að taka upp vegan mataræði í viðtali við The Sun.

Simon verður sextugur í ár og hefur þegar sagt skilið við kjöt, mjólkurvörur, hveiti og sykur. Hann segir að nýja mataræðið hefur gert hann myndarlegri. „Ég var átta [af tíu] og nú er ég 11.“

Hann sagðist „ætla alla leið“ og mun því hætta að borða fisk til að verða alveg vegan.

Simon byrjaði að breyta matarvenjum sínum eftir að hafa dottið niður stiga í október 2017. Í kjölfarið fór hann að spá í óheilbrigða lífsstíl sínum.

„Ég tók út margt af því sem ég átti ekki að vera að borða og það var aðallega kjöt, mjólkurvörur, hveiti og sykur, þetta voru svona fjórir aðal hlutirnir,“ sagði Simon.

„Það var mun auðveldara en þú kannski heldur. Ég var vanur að fá mér jógúrt á morgnanna og nú fæ ég mér jógúrt úr möndlumjólk. Ég fæ mér möndlumjólk í tebollann,“ segir Simon.

„Ég get borðað ákveðna ávexti en ekki alla ávexti. Þú verður að fara varlega því sumir ávextir innihalda meiri sykur en kókdós. Um leið og þú hefur búið til ákveðið mynstur þá nýtirðu þess. Þetta hefur hjálpað mér að sofa og ég vakna ekki eins þreyttur. Ég fann mikinn mun á líðan minni á innan við viku. Ég hef meiri orku og athygli og það var ekki erfitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Þið trúið því ekki úr hverju þetta snakk er búið til – Uppskrift

Þið trúið því ekki úr hverju þetta snakk er búið til – Uppskrift
Matur
Fyrir 1 viku

Klárlega langbesta skúffukakan

Klárlega langbesta skúffukakan
Matur
Fyrir 1 viku

Heimsfrægur kjúklingaréttur settur í hollan búning: „Það gerist varla meira ketó“

Heimsfrægur kjúklingaréttur settur í hollan búning: „Það gerist varla meira ketó“
Matur
Fyrir 1 viku

Veitingastaðir í Reykjavík tilbúnir með tómatsósu fyrir Ed Sheeran

Veitingastaðir í Reykjavík tilbúnir með tómatsósu fyrir Ed Sheeran
Matur
Fyrir 1 viku

Bestu vöfflur í heimi

Bestu vöfflur í heimi
Matur
Fyrir 1 viku

Gómsæt súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi

Gómsæt súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi
Matur
Fyrir 2 vikum

Gómsætar 20 mínútna vegan máltíðir

Gómsætar 20 mínútna vegan máltíðir
Matur
Fyrir 2 vikum

Svona byrjar þú á ketó: „Undirbúðu þig fyrir ketó flensu“

Svona byrjar þú á ketó: „Undirbúðu þig fyrir ketó flensu“