fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Helga vill að landsmenn borði hægar um jólin: Býður upp á einfalt og þægilegt ráð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 20. desember 2018 17:00

Helga er með mikilvæg skilaboð til fólks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Sævarsdóttir, svæðisstjóri og fagstjóri hjúkrunar í Árbæ, mætti til þeirra Gulla og Heimis í Bítið á Bylgjunni í morgunsárið og varaði fólk við að borða yfir sig yfir jólahátíðina. Eins og heyra má í viðtalinu segir Helga að mikilvægt sé að borða hægt.

„Það er svolítið stórt atriði. Þó þetta virðist eitthvað svona mjög einfalt þá virkilega hefur það áhrif á hve fljótt við verðum södd,“ segir Helga og kynnti hlustendur fyrir tækni til að borða hægar.

„Eitt mjög einfalt og þægilegt ráð er að taka hnífapörin, leggja þau aðeins til hliðar, taka djúpt andann og spjalla aðeins við þá sem maður er að borða með,“ segir Helga. „Ekki vera alveg á fullu.“

Helga segir einnig lykilatriði að drekka nóg af vatni og varar fólk með undirliggjandi sjúkdóma að borða mjög saltan mat.

„Kannski smakka. Við njótum ekkert betur jólanna þó við séum svo södd að okkur líði illa þegar líður á kvöldið,“ segir hún og ítrekar að fólk verði að huga að heilsunni líka í desember.

„Við á Heilsugæslunni viljum minna á þetta, að huga að heilsunni í desember, ekki bara í janúar. Þá komum við betur í stakk búin inn í janúar. Við vitum það alveg að þessi átök, að taka átak í janúar, það reddar ekkert málunum.“

Hlusta má á viðtalið við Helgu í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa