fbpx
Þriðjudagur 17.september 2024
Matur

Jakob býr til borgara úr tarfinum sem hann skaut: „Ég er ekki að tala um einhverja aumingja“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 21. október 2018 10:10

Hér eru þeir Mikael Torfason og Jakob Bjarnar með tarfinn góða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson er mikill matgæðingur, en hefur einnig unun að veiðimennsku. Í sumar skaut hann hreindýrstarf með góðvini sínum, rithöfundinum og leikskáldinu Mikaeli Torfasyni, og notar kjötið til að mynda til að búa til hreindýraborgara.

Jakob segir hreindýraborgarana vera orðna þekkta innan fjölskyldunnar, en uppskriftin hefur verið lengi í þróun. Við gefum Jakobi orðið með þessari margfrægu uppskrift að hreindýraborgurum.

Hreindýraborgarar að hætti Jakobs

Hráefni:

1 kg hreindýrahakk
1/2 laukur

1/2 chili pipar

salathaus

2 tómatar

4 beikonsneiðar, þykkar

1 askja sveppir

ostur

1 bolli þurrkaðir lerkisveppir

1 egg

4 hamborgarabrauð xl

villikraftur

pipar
salt
smjör

hveiti
tilbúna (hamborgara)sósu að eigin vali

Aðalmálið er náttúrlega hráefni. Og tarfurinn sem við Mikael skutum í sumar, 116 kg, er ekki að svíkja. Þú tekur 1 kg hreindýrahakk og setur í góða skál. Síðan skerðu niður lítinn lauk, mjðg smátt saxaðan og setur útí. Þá hálfur chili pipar, mjög smátt saxaður einnig. Kryddar með salti, pipar, villikrafti og smellir einu eggi útí líka.

Þetta hrærir þú vel saman með góðri sleif. Hitar vatn og setur þurrkaða lerkisveppina sem þú týndir uppá Jökuldal í skál og sjóðandi vatn yfir. Leyfir þessu að jafna sig í tíu mín, færð þér sígó, tékkar á Facebook og athugar hvort þú getir hent einhverjum sprengjum inní umræðuna.

Svo er bara allt á milljón. Stór panna á eldavélina og góðan hita undir. Skerð beikonið í þægilega bita, og á pönnuna. Rífur sveppina niður á pönnuna og smellir góðri klípu af smjöri með. Hellir vatninu af lerkisveppunum og leyfir þeim að vera með í partíinu.

Þá er að snúa sér að hakkinu. Setur góða lúku af hveiti á bretti. Hveiti á hendurnar á þér og svo er bara að vaða í skálina og hnoða góða bolta. Ég er ekki að tala um einhverja aumingja, þetta eru góðir 250 gramma boltar sem þú þéttir svo út á brettinu. Þetta eru vææænir borgarar. Við erum ekki að standa í þessu öðruvísi. Sem er jafnframt mjög mikilvægt því við viljum að villibráðarbragðið sé í aðalhlutverki.

Nú ætti sveppabeikonmaukið að vera orðið ágætt, ýtir því til hliðar, á pönnuna með borgarana og meðan þeir eru að steikjast skerðu niður salat og tómata. Flippar borgurunum og setur ostasneiðar á. Ef þú ert að gera marga í einu getur verið gott að setja brauðið í ofn, annars, ef maður er með einn eða tvo í gangi í einu er hægt að setja brauðið á pönnuna. Mér finnst það betra, því brauðið tekur þá í sig smjör og feiti frá beikoninu og borgurunum.

Svo er bara að færa brauðið á disk. Setur einhverja slettu af tilbúinni sósu að smekk þar við, maukið á brauðið; tómata og salat. Og svo borgarann á og bara vaða í þetta. Voila, bon appetit!

Já, þetta er alvöru, ég veit, en það var ekki um neitt annað talað. Mér finnst best að hafa ískalda kók í lítilli dós með þessu en alvöru fólk splæsir auðvitað í eina rauða. Ég mæli með Marques de Riscal, eða fæst það ekki örugglega enn í ÁTVR?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska