fbpx
Mánudagur 24.mars 2025
Matur

Sterkir kjúklingavængir sem slá öll met

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 18. október 2018 16:00

Dásamlegt!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski boltinn snýr aftur um helgina eftir landsleikjahlé og margir vinahópar safnast saman fyrir framan skjáinn og gera vel við sig í mat og drykk. Hér fylgir fullkominn smáréttur fyrir fótboltaáhorf og rennur ljúflega niður með hvers kyns drykk.

Sterkir kjúklingavængir

Hráefni:

1,5 kg kjúklingavængir
salt og pipar
115 g brætt smjör
½ bolli „hot sauce“ að eigin vali
1 msk. hlynsíróp

Þessir slá í gegn í veislunni.

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C og klæðið ofnplötu með smjörpappír. Raðið kjúklingavængjum á plötuna og passið að þeir snertist ekki. Kryddið þá með salti og pipar. Bakið vængina í 15 mínútur, snúið þeim síðan og bakið í aðrar 15 mínútur. Stillið ofninn á grillstillingu og færið plötuna ofar í ofninum. Grillið í um 5 mínútur en fylgist vel með svo þeir brenni ekki. Blandið öllum hráefnum í sósuna, smjöri, „hot sauce“ og sírópi, vel saman í skál og hellið yfir vængina. Hrærið í svo vængirnir séu fljótandi í sósu og berið svo fram með nóg af pappírsþurrkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum