fbpx
Mánudagur 06.maí 2024

Einhleypur, dauðleiður og einmana

Underwood var með mannakjöt á heilanum – Kvöldverður var í bígerð

Kolbeinn Þorsteinsson
Mánudaginn 3. október 2016 18:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin Ray Underwood bjó árið 2006 í Purcell í Oklahoma í Bandaríkjunum. Purcell er, til upplýsingar fyrir þá sem áhuga hafa, krummaskuð, staðsett nánast í miðju fylkinu og íbúafjöldi er um 6.000 manns.

En hvað sem því líður þá hefst saga þessi 17. apríl, 2006, þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, fundu lík Jamie Rose Bolin, 10 ára stúlku sem hafði verið saknað í nokkra daga. Stúlkan fannst í plastkari í svefnherbergi Underwoods, grillteinn og kjöthamar voru einnig í karinu.

Ekki alveg heill á geði

Underwood, þá 26 ára, var feiminn maður og sá sér farborða með því að vinna í matvöruverslun. Frítíma sínum varði hann mest fyrir framan tölvuna og leyfði þá huga sínum – sennilega ekki alveg eðlilegum – að ráfa um lendur MySpace og Blogger. Mottó Underwoods þar var „Líkaðu það sem þér líkar, njóttu þess sem þú nýtur og láttu engan vaða yfir þig.“

Eitt sinn skrifaði hann á sína eigin bloggsíðu: „Ef þú værir mannæta hverju myndir þú klæðast við kvöldverð?“ Spurningu sinni svaraði hann sjálfur: „Húð aðalréttar gærkvöldsins.“

Kjörið fórnarlamb

Sem fyrr segir hafði Jamie Rose verið saknað í nokkra daga. Hún hafði farið á bókasafnið og aldrei komið heim aftur. Sennilega var það meinleg óheppni að hún lenti í klónum á Underwood. Þannig var mál með vexti að hún bjó ásamt föður sínum í sama stigagangi og Underwood. Fyrir neðan þau feðginin bjó Underwood í félagsskap gælurottu sinnar.

Underwood ku hafa haft augastað á fleiri nágrönnum sínum, en Jamie Rose var minnst og mest veikburða og því tilvalið fórnarlamb fyrir Underwood sem vildi kanna nánar þráhyggju sína varðandi mannakjöt.

Matseld í bígerð

Það þarf vart að taka fram að íbúar Purcell voru slegnir þegar tíðindin af verknaði Underwoods bárust þeim til eyrna.
Við réttarhöldin, í mars 2008, kom ýmislegt í ljós; Underwood hafði numið Jamie Rose á brott, lamið hana með skurðarbretti og síðan kyrkt hana með einangrunarlímbandi og berum höndum. Í kjölfarið misþyrmdi hann líkinu kynferðislega og töldu sækjendur í málinu að hann hefði ætlað að sundurlima hana, tæma hana af blóði og síðan leggja sér til munns.

Í sjálfu sér er sú hugmynd ekki fráleit í ljósi þess að Underwood hafði á bloggsíðu sinni lýst sér sem „einhleypum, dauðleiðum og einmana“ manni sem átti „hættulega annarlegar“ fantasíur.

Hve illur ertu?

Underwood hafði verið á lyfjum vegna þunglyndis sem gerði vart við sig þegar stúlka sem hann var skotinn í lést í bílslysi. Þess má geta að stúlkan sú hafði ekki endurgoldið tilfinningar hans.

En leiddar voru að því líkur að Underwood hafi verið ljóst að hugur hans stefndi í óhugnanlegar áttir þegar lyfjunum sleppti. Hann deildi undarlegum fréttum á netinu og einnig hafði hann tekið netpróf, Hve illur ertu?, og deilt niðurstöðunum.

Skömmu áður en hann myrti Jamie Rose velti hann fyrir sér að hefja lyfjainntöku á ný en hætti við og velti þess í stað fyrir sér hvað hann kynni að gera af sér og hvað aðrir myndu hugsa. Þrátt fyrir allt virtist enginn í hans nánasta umhverfi velta þeirri spurningu fyrir sér.

Dómur fellur

Verjendur Underwood reyndu hvað þeir gátu til að tryggja honum vægan dóm. Þeir sögðu að auk geðsjúkdóma glímdi hann við félagsfælni og kynferðisleg vandamál. Samkvæmt einni bloggfærslu Underwoods var hann nánast hreinn sveinn, hvernig sem það er nú hægt.

Hryllilegar myndir af vettvangi, kynlífsleikföng og einhvers konar fórnarhnífur voru ekki til að styrkja málflutning verjenda.

Réttarhöldin voru stutt og það tók kviðdóm innan við klukkustund að komast að niðurstöðu um ótvíræða sekt Underwoods. Þann 3. apríl, 2008, fékk Underwood dauðadóm sem enn hefur þó ekki verið fullnægt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besta deildin: Frábær endurkoma Stjörnunnar – Skoruðu fjögur gegn Skagamönnum

Besta deildin: Frábær endurkoma Stjörnunnar – Skoruðu fjögur gegn Skagamönnum
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Orðið á götunni: Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar á fullu fyrir Katrínu sem virðist leggja blessun sína yfir aðferðir skrímsladeildarinnar

Orðið á götunni: Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar á fullu fyrir Katrínu sem virðist leggja blessun sína yfir aðferðir skrímsladeildarinnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug