fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 5. maí 2024 17:30

Það er langt í jafnréttið í bönkunum. Mynd/OpenArtAI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlegur munur er á kynjunum þegar kemur að tekjuhæsta fólkinu í evrópska bankageiranum. Staðan er enn þá verri í fjárfestingarbönkum.

Þetta kemur fram í umfjöllun breska tímaritsins The Banker og er byggt á gögnum frá evrópsku bankastofnuninni, EBA.

Í gögnunum kemur fram að af þeim sem græða mest, það er fá að minnsta kosti eina milljón evra í þóknanir, eru 90,7 prósent karlar.

Eins og gefur að skilja er þessi hópur ekki fjölmennur, aðeins 2016 einstaklingar. 1833 eru karlar en aðeins 183 konur.

Staðan er verri í fjárfestingarbönkum. Af 325 tekjuhæstu einstaklingunum eru 314 karlar en aðeins 11 konur. Karlar eru því 96,6 prósent en konur aðeins 3,4.

Þrátt fyrir að þessi hópur sé ekki stór þá hefur hann stækkað mjög hratt á undanförnum árum. Fyrir tíu árum, árið 2014, voru aðeins 939 einstaklingar sem höfðu svo háar þóknanir. Mesta fjölgunin var á árunum 2021 og 2022.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun