fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
433

Besta deild karla: Mjög óvænt úrslit í Kórnum – Frábært gengi lærisveina Rúnars heldur áfram

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 5. maí 2024 21:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í Bestu deild karla.

Í Kórnum tók HK á móti Íslands- og Bikarmeisturum Víkings en Arnar Gunnlaugsson gerði fimm breytingar á sínu liði fyrir leik. Setti hann til að mynda Pálma Rafn Arinbjörnsson í markið í stað Ingvars Jónssonar.

Það var HK sem komst yfir með marki Atla Þórs Jónassonar á 27. mínútu og staðan í hálfleik var 1-0. Arnar gerði þrefalda breytingu í hálfleik en það kom ekki í veg fyrir að heimamenn kæmust í 2-0 eftir nokkrar mínútur í seinni hálfleik. Þar var að verki Magnús Arnar Pétursson.

Aron Elís Þrándarson minnkaði muninn fyrir Víking með skallamarki eftir tæpan klukkutíma og gestirnir leituðu að jöfnunarmarki. Allt kom hins vegar fyrir ekki og þess í stað innsiglaði Arnþór Ari Atlason 3-1 sigur HK í blálokin. Liðið er á toppnum með 12 stig eftir fimm leiki. HK er í tíunda sæti með 4 stig.

Þess má geta að Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok leiks. Hann hafði verið ósáttur við dómgæsluna í leiknum og kvartaði sáran þegar hans menn fengu ekki vítaspyrnu í restina.

Fram tók á móti Fylki og hélt frábært gengi liðsins undir stjórn Rúnars Kristinssonar áfram.

Halldór Jón Sigurður Þórðarson kom Fylki þó yfir eftir um hálftíma leik en skömmu síðar mistókst Guðmundi Magnússyni að jafna fyrir Fram af vítapunktinum.

Á 36. mínútu jafnaði Haraldur Einar Ásgrímsson, sem gekk í raðir Fram á ný frá FH á dögunum, þó metin og staðan í hálfleik 1-1. Guðmundur bætti svo upp fyrir vítaklúðrir örsstuttu seinna og skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins. 2-1.

Fram er í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig en Fylkir er á botninum með 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Valinn bestur á tímabilinu en látinn fara frá Arsenal

Valinn bestur á tímabilinu en látinn fara frá Arsenal
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þjálfari Chelsea gagnrýnir stuðningsmenn Manchester United – ,,Við eigum betra skilið“

Þjálfari Chelsea gagnrýnir stuðningsmenn Manchester United – ,,Við eigum betra skilið“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Draumur breyttist snögglega í martröð hjá Audda og vinum hans – „Þetta var með verri dögum sem ég hef átt, 100 prósent“

Draumur breyttist snögglega í martröð hjá Audda og vinum hans – „Þetta var með verri dögum sem ég hef átt, 100 prósent“