Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri Grænna, segir að tíðindi dagsins um fall ríkistjórnarinnar hafi komið sér í opna skjöldu. „Þetta kom mér á óvart,“ sagði Svandís í viðtali við RÚV sem leitaði eftir viðbrögðum hennar.
Sagði Svandís að formenn ríkistjórnarflokkanna hefðu mælt sér mót á fundi í gær og þar hafi ekki verið minnst á stjórnarslit né neitt komið fram á fundinum sem gaf tilefni til slíkrar ákvörðunar.
Svandís sagði að hún hefði fengið veður af ákvörðun forsætisráðherra um þremur korterum fyrir blaðamannafundinn fyrr í dag og vændi Bjarna í raun um óheilindi.
Fullyrti hún að Vinstri Græn hefðu ekki á neinum tímapunkti hótað stjórnarslitum og skaut á Sjálfstæðismenn að þróttleysi væri greinilega að finna í þeirra röðum.
Þá sagði hún að það væri umhugsunarefni fyrir Bjarna að ríkisstjórnir undir hans stjórn lifðu ekki lengi.