fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Ólga vegna væntanlegs útboðs Salarins í Kópavogi – „Þetta mun enda sem skemmtistaður“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 5. október 2023 11:00

Bæjarstjórn áformar að bjóða út starfsemi Salarins. Klassís og fleiri hafa mótmælt því harðlega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klassískt tónlistarfólk á Íslandi er uggandi yfir áformum Kópavogsbæjar um að bjóða út starfsemi Salarins. Minnihlutaflokkarnir í bæjarstjórn taka undir áhyggjur FÍH og Klassís í málinu.

„Það er rosalega sárt að sjá á eftir Salnum verða enn einn skemmtistaðurinn. Það er nóg til af þeim,“ segir Gissur Páll Gissurarson söngvari og meðstjórnandi hjá Klassís, fagfélagi klassískra söngvara.

Félagið hefur lýst þungum áhyggjum af áformum bæjarstjórnar um að bjóða út starfsemi Salarins. Telur félagið að hlutur klassískrar tónlistar á fjölum Salarins skerðist verulega eða hverfi með öllu.

Salurinn var opnaður árið 1999, annað húsið á eftir Hljómskálanum sem var reist sérstaklega sem tónlistarhús. Gissur segir Salinn mikilvægan fyrir klassískt tónlistarlíf, stærðin sé viðráðanleg og góð, vinnuumhverfið sömuleiðis og hljómburðurinn einstaklega góður.

FÍT, klassísk deild Félags íslenskra hljómlistarmanna hefur sömuleiðis lýst þungum áhyggjum af áformum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi um að bjóða út Salinn.

Undir þessar áhyggjur taka fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vina Kópavogs í minnihluta bæjarstjórnar.

Furðuleg stefnubreyting

Aino Freyja Järvelä, forstöðumaður Salarins, kvaddi starf sitt á dögunum. Í samtali við Morgunblaðið sagði hún meirihluta bæjarstjórnar sýna lítinn skilning og áhuga á starfsemi Salarins. Áherslur bæjarins í menningarmálum hafi breyst eftir að nýtt fólk kom til starfa í meirihluta bæjarstjórnar.

Gissur tekur undir þetta. Jónas Ingimundarson píanisti hafi lagt mikla vinnu í að þessi salur yrði að veruleika með dyggum stuðningi frá bæjarstjórn, meðal annars Gunnars Birgissonar bæjarstjóra.

Bæjarstjórn Ásdísar Kristjánsdóttur sé að sýna „furðulega stefnubreytingu.“

Lág framlög til menningarmála

Bæjarstjórn byggir sín hagræðingaráform á úttekt KPMG. Auk breytinga á Salnum má meðal annars nefna mikla breytingu á Náttúrufræðistofu Kópavogs, sem einnig hefur verið harðlega mótmælt.

„Það er hlægilegt að viðskiptafræðingar og bókarar séu fengnir í ráðgjöf um framtíð listastefnu,“ segir Gissur Páll.

Salurinn var opnaður árið 1999 og hefur verið mikilvægur í klassísku tónlistarlífi síðan. Mynd/Kópavogsbær

Mikið hafi verið lagt í Salinn og hann hafi skilað miklum árangri í menningarstarfsemi bæjarins. Menningarstarfið í Kópavogi sé merkilega öflugt miðað við hversu lág framlög bæjarins eru.

Útilokar klassíska tónlist

Á fundi lista og menningarráðs í gær létu fulltrúar meirihlutans bóka að ráðist verði í það verkefni að kortleggja hvernig unnt sé að efla starfsemina þannig að fleira fólk njóti dagskrárinnar í Salnum, jafnt klassískra sem og annarra tónleika.

Gissur segir hins vegar að útboð muni gerbreyta starfseminni og svo til útiloka klassíska tónlist.

„Klassísk tónlist er þess eðlis að við fáum ekki þennan massa sem dægurtónlist gerir. Við þurfum að reiða okkur á tónleikaraðir og slíkt sem eru fjármagnaðar til að við höfum einhver laun fyrir vinnuna okkar, sem eru þó ekkert sérlega beysin,“ segir hann. „Þetta mun enda sem skemmtistaður. Það verður fábreytni og ekki hægt að halda út þessari listastarfsemi.“

Laufey og Hildur ávextir innviðauppbyggingar

Þrátt fyrir að klassísk tónlist fái ekki þennan massa á alla viðburði þá skipti uppbygging innviðanna mjög miklu máli. Ávextirnir eru til dæmis árangur Laufeyjar og Hildar Guðnadóttur, sem eiga báðar grunn í klassískri tónlist eins og svo margir af fremsta tónlistarfólki landsins. Þær fjárfestingar sem gerðar hafa verið hafa skilað því að allt í einu er Ísland orðið stórveldi í tónlist þrátt fyrir smæðina.

„Það er rosa einfalt að spara nokkra þúsundkalla með því að kæfa þessa lífæð en það tekur tugi ára að byggja þetta upp. Það er alltaf miklu dýrara að keyra svona í gang en að viðhalda því,“ segir Gissur Páll.

Margt í grunnþjónustunni skili ekki fjárhagslegum hagnaði. Svo sem Alþingi eða lögreglan. „Menntun, heilbrigði, menning, þetta er partur af grunnþjónustunni,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði
Fréttir
Í gær

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“