fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Rússnesk kona sá morðingja bróður síns í áróðursmyndbandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 05:47

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olga Pavlov átti erfitt með andardrátt þegar nágranni hennar sýndi henni áróðursmyndband frá stríðinu í Úkraínu. Ein af aðalpersónunum í því var Stanislav Bogdanov sem var dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir 10 árum fyrir hrottalegt morð á bróður Pavlov. Hann var 32 ára og starfaði sem dómari í norðvestanverðu Rússlandi.

Bogdanov, sem nú er 35 ára, fór að heimili dómarans, Sergei Jiganov, í Novgorod. Hann reyndi að fá Jiganov til að láta PIN-númerin að greiðslukortum sínum uppi. Hann pyntaði Jiganov alla nóttina með járnstöng en um morguninn drap hann hann með því að kasta þremur handlóðum í andlit hans.

Bogdanov afplánaði aðeins 10 ár af dómi sínum áður en hann og fleiri úr sama fangelsi fengu óvænt tilboð frá Yevgeny Prigozhin, sem oft er nefndur „Kokkur Pútíns“, eiganda málaliðafyrirtækisins Wagner Group. Þeim stóð til boða að berjast í sex mánuði í Úkraínu. Þeim var heitið mánaðarlaunum upp á sem svarar til um 500.000 íslenskra króna og líftryggingu upp á sem svarar til um 12 milljóna íslenskra króna. Rúsínan í pylsuendanum var síðan að ef þeim lifðu þessa sex mánuði af myndu þeir fá sakaruppgjöf og vera lausir allra mála hjá Wagner Group.

„Ég hélt að það væri bara Zelenskyy sem hleypti fólki út úr fangelsi til að fara í stríð,“ sagði Pavlova í samtali við óháða rússneska miðilinn Thenewtab. Jótlandspósturinn segir að þarna hafi hún vísað til þess að skömmu eftir innrás Rússa sagði franska dagblaðið Le Figaro að Zelenskyy hafi sent 363 fanga, sem allir höfðu gegnt herþjónustu, til vígstöðvanna.

Wagner Group hefur verið öllu umsvifameiri í að fá fanga til liðs við sig og telja vestrænar leyniþjónustustofnanir að 30.000 til 50.000 fangar hafi verið sendir á vígvöllinn á vegum Wagner Group.

Bogdanov þáði boð Wagner Group og var sendur til Donbas þann 31. júlí ásamt tveimur samföngum sínum. Viku síðar missti hann annan fótinn þegar handsprengja sprakk nærri honum. Það sem eftir var af fætinum var tekið af honum í Luhansk.

Hann var þá orðinn gagnslaus á vígstöðvunum og var því sendur heim til Rússlands. Þegar þangað var komið fékk hann hlutverk í áróðursmyndbandi með öðrum fyrrum föngum. Þeir voru sæmdir heiðursmerkjum og fengu skjal, sem staðfesti sakaruppgjöf þeirra, afhent.

„Áður voruð þið lögbrjótar, nú eruð þið stríðshetjur,“ segir Prigozhin í myndbandinu. Hann hyllir síðan fanga í fleiri myndböndum og segir þá vera bestu syni Rússlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar