fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Vestfirskt roð bjargaði skallaerni í Bandaríkjunum – „Ég hugsaði um að svæfa hana“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 13:30

Vestfirska roðið bjargaði skallaössunni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskiroð frá vestfirska fyrirtækinu Kerecsis var notað til þess að bjarga skallaerni í Bandaríkjunum. Örninn hafði lent í klaufalegu slysi og var í miklum vanda.

Miðillinn KARE-TV í Minneapolis greinir frá þessu.

„Hún flaug að tréi en hitti ekki greinina og féll til jarðar, þá var ljóst að eitthvað var ekki í lagi,“ sagði dýralæknirinn Kim Ammann sem fékk skallaössuna til aðhlynningar á Winged Freedom Raptor dýraspítalann í bænum Spooner í Wisconsin fylki. En starfsfólk spítalans sérhæfir sig í aðhlynningu arna, ugla og fálka. Umrædd assa er kölluð Kere.

„Ég fann blóð og sár á fætinum hennar og þetta leit ekkert svakalega illa út í byrjun,“ sagði Ammann. „En þegar ég byrjaði að sinna þessu áttaði ég mig á því að þetta var mjög stórt vandamál. Ég hugsaði um að svæfa hana.“

Ammann þurfti að fá húð til að græða á fótinn en hún var ekki til. Þá fór hún í rannsóknir og las um fiskiroðið frá Kerecsis. Roðið hefur aðallega verið notað til þess að hjálpa fólki en einnig hefur það verið notað á hross, hunda, skjaldbökur og núna skallaörn.

Kere hefur nú náð sér að fullu og verið sleppt aftur út í náttúruna.

„Það svolítið sorglegt og tilfinningaþrungið að horfa á hana og vita að þetta verður sennilega í síðasta skiptið sem við sjáum hana,“ sagði Ammann þegar Kere var sleppt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“