fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 15:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Línulega sjónvarpsstöðin SÝN (áður Stöð 2) verður í opinni dagskrá frá og með 1. ágúst nk. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. SÝN segist með þessu móti skrifa nýjan kafla í íslenskri sjónvarpssögu og næsta skref í vegferð sem hófst með samruna Vodafone og Stöðvar 2 undir merkjum Sýnar.

Eins verður pakkaframboð Sýnar einfaldað til að greiða aðgang fyrir áskrifendur. Þær áherslubreytingar verða gerðar samhliða að allt efni birtist fyrst á Streymisveitunni SÝN+ sem er ein stærsta streymisveita landsins. Áskrifendur munu njóta aukins sveigjanleika og fá aðgang að sjónvarpsefni áður en það birtist í línulegri dagskrá. Áskrifendur munu svo geta hámhorft hvar og hvenær sem er án þess að fá auglýsingar inni í þáttum. Valið sónvarpsefni verður svo eingöngu aðgengilegt í gegnum SÝN+.

Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í tilkynningu að Sýn gegni lykilhlutverki í íslensku samfélagi sem vettvangur frétta, íþrótta og menningarlegrar upplifunar.

„Á síðasta ári ákváðum við að bjóða sjónvarpsfréttir Sýnar án endurgjalds til landsmanna. Nú göngum við skrefinu lengra og gerum alla dagskrá línulegu sjónvarpsstöðvarinnar SÝN aðgengilega án endurgjalds, í fyrsta skipti í sögu stöðvarinnar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist