fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Fréttir

Nýtt vandamál hjá Pútín – Vantar skotfæri

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. janúar 2023 05:56

Rússneskir hermenn á æfingu á Krímskaga. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska herinn mun fljótlega skorta skotfæri og það getur gert út af við áætlanir Vladímír Pútíns, forseta, um að hefja sókn í Úkraínu á næstunni.

Merki um skotfæraskortin er að sums staðar í Úkraínu hefur dregið mjög úr stórskotaliðsárásum Rússa og nemur samdrátturinn allt að 75% á sumum stöðum.

Skotfæri eru auðvitað nauðsynleg í hernaði og því er þetta alvarlegt vandamál fyrir Pútín. Í nýlegri greiningu bandarísku hugveitunnar The Institute for The Study of War (ISW) kemur fram að birgðir Rússa af skotfærum séu orðnar svo litlar að það geti haft afgerandi áhrif á stríðsreksturinn.

Hugveitan segir að vegna getuleysis rússneska hergagnaiðnaðarins við að framleiða nóg af skotfærum þá muni það hafa þau áhrif á rússneska herinn að hann mun eiga í vandræðum með að sækja fram í austurhluta Úkraínu á þessu ári. Hugveitan hefur eftir heimildarmönnum innan úkraínska hersins að það séu aðallega fallbyssukúlur sem Rússar vantar.

CNN hafði í desember eftir heimildarmönnum innan leyniþjónustustofnana að mjög hefði dregið úr skotfæranotkun Rússa og næmi hún sums staðar 75%. Heimildarmennirnir sögðu þó að ekki væri hægt að útiloka að Rússar væru að spara skotfæri til að geta notað þau við annað tækifæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar
Fréttir
Í gær

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna