fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fréttir

Lögreglan verst frétta af mótmælum í hvalveiðiskipum

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 4. september 2023 08:59

Mótmælendurnir hafa hlekkjað sig við Hval 8 og 9..

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mótmæli standa yfir í hvalveiðiskipum Hvals hf í Reykjavíkurhöfn. Það eru erlendir mótmælendur sem standa að þeim. Samtök Paul Watson sendu myndir en segja að þeir séu ekki á þeirra vegum. Tveir þeirra hafa hlekkjað sig við mastur skipanna.

Sérsveit lögreglunnar er á svæðinu en litlar upplýsingar liggja fyrir um hvað sé verið að gera til að stöðva mótmælendurna.

„Við getum ekkert sagt um þetta að svo stöddu. Vonandi getum við skýrt frá stöðunni þegar líður á morguninn,“ segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Vildi hann ekki segja hvað lögreglan væri að gera til þess að stöðva mótmælin, ekki hvort mótmælendurnir hefðu sett fram einhverjar kröfur né hvort að lögreglan sæi fram á að málið leystist á næstu klukkutímunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar