fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Fréttir

32 metra „gangandi tré“ á Nýja-Sjálandi lítur út eins og Entur úr Hringadróttinssögu

Pressan
Sunnudaginn 16. júní 2024 19:30

Það er bara eins og klippt út úr Hringadróttinssögu. Mynd:Gareth Andrews

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að 32 metra hátt tré, sem var kosið tré ársins á Nýja-Sjálandi, líkist Entum úr Hringadróttinssögu. Tréð er margra alda gamalt og þegar horft er á það er eins og það sé á gangi yfir akur.

Live Science segir að tréð hafi haft mikla yfirburði í kjörinu á tré ársins. Það hefur fengið viðurnefnið „gangandi tré“ því það virðist vera á gangi. Tréð er af tegundinni Metrosideros robusta. Þetta er ein hávaxnasta trjátegundin á Nýja-Sjálandi og geta tré af þessari tegund orðið allt að 1.000 ára.

Rætur þess eru mjög langar og greinarnar líkjast handleggjum. Þetta getir að verkum að tréð líkist Entum sem eru auðvitað trjátegund sem J.R.R. Tolkien fann upp þegar hann skrifaði  Hringadróttinssögu.

Tréð stendur eitt á miðri stórri lóð við kirkjugarð nærri Karamea á vesturströnd South Island. Það er um 32 metra hátt, eða álíka hátt og sjö hæða hús að sögn The New Zealand Tree Register.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mogginn gagnrýnir lögreglustjóra harðlega – „Ljóst að Höllu Bergþóru lög­reglu­stjóra varð illi­lega á í mess­unni“

Mogginn gagnrýnir lögreglustjóra harðlega – „Ljóst að Höllu Bergþóru lög­reglu­stjóra varð illi­lega á í mess­unni“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir bikblæðingar ekki réttlætanlegar og Vegagerðina ábyrga – Ákveðnir vegir hreinlega hættulegir

Segir bikblæðingar ekki réttlætanlegar og Vegagerðina ábyrga – Ákveðnir vegir hreinlega hættulegir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla lokaði Hafnargötunni í hálftíma vegna alvarlegs atviks við Bónus

Lögregla lokaði Hafnargötunni í hálftíma vegna alvarlegs atviks við Bónus