fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fréttir

Rútuslys á Öxnadalsheiði – Hópslysaáætlun virkjuð

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. júní 2024 17:41

Yfirlitsmynd úr dróna lögreglunnar Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúta með 22 farþega og ökumann lenti í slysi á Öxnadalsheiði, skammt frá Fagranesi, nú síðdegis, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að lögreglan er búin að loka veginum yfir Öxnadalsheiði vegna slyssins. Óvíst er hve lengi vegurinn verður lokaður.

RÚV greinir frá að ekki hafa fengist upplýsingar um meiðsl á fólki. Vísir greinir frá að tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og tvær flugvélar hafi verið kallaðar út til sjúkraflugs. 

Fjöldi viðbragðsaðila er á vettvangi og á leið á vettvang. Óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar og er ein þeirra á leiðinni.  Samhæfingarstöð almannavarna hefur verið virkjuð og hópslysaáætlun sömuleiðis.

Í tilkynningu á vef lögreglunnar á Norðurlandi eystra kemur fram að tilkynning um slysið barst rétt fyrir klukkan 17. Rútan hefði oltið og fjöldi farþega væru slasaðir.

Uppfært kl. 19.00:

Samkvæmt færslu á Facebook-síðu er vegurinn enn lokaður og verður jafnvel fram á nótt. Ökumenn sem þurfa að komast á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar í kvöld eru hvattir til að fara fyrir Tröllaskagann í gegnum Siglufjörð og Ólafsfjörð.

Flestir farþegar hafa nú verið fluttir af vettvangi og á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar fer fram frekari greining og þá eru 2 sjúkraflugvélar klárar á Akureyri og þá er þyrla LHG komin til Akureyrar og mun hún einnig flytja slasaða til Reykjavíkur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fáni Palestínu hengdur út um turnglugga Hallgrímskirkju

Fáni Palestínu hengdur út um turnglugga Hallgrímskirkju
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ungur pólskur maður lést á Skálafellsjökli – „Mamma, ég er á lífi“ voru síðustu skilaboðin heim

Ungur pólskur maður lést á Skálafellsjökli – „Mamma, ég er á lífi“ voru síðustu skilaboðin heim
Fréttir
Í gær

Krefur fyrrverandi eiginmann sinn um 18 milljónir – Segist búa á Spáni en finnst ekki

Krefur fyrrverandi eiginmann sinn um 18 milljónir – Segist búa á Spáni en finnst ekki
Fréttir
Í gær

Ráðist á íslenska konu og fjölskyldu hennar á bar á Krít – Fjögur flutt á spítala

Ráðist á íslenska konu og fjölskyldu hennar á bar á Krít – Fjögur flutt á spítala