fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Fréttir

Réttarhöld yfir Mohamad Kourani framundan – Gerðar verða sérstakar öryggisráðstafanir vegna ógnvekjandi hegðunar hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. júní 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í máli héraðssakóknara gegn Sýrlendingnum Mohamad Kourani, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og fjölmörg önnur brot, verður við Héraðsdóm Reykjaness föstudaginn 21. júní. Mohamad er alræmdur fyrir ofbeldisfulla hegðun hvar sem hann kemur og mikið uppnám varð í Héraðsdómi Reykjaness föstudaginn 31. maí þegar þetta mál var þingfest.

Sjá einnig: Uppnám í Héraðsdómi Reykjaness í morgun – Mohamad Kourani lét öllum illum látum og hótaði fólki lífláti

Hótaði Mohamad þá dómara, brotaþolum, saksóknara og jafnvel sínum eigin lögmanni lífláti. Gekk svo illa að ljúka við dómsathöfnina vegna óláta hans að dómstjóri missti þolinmæðina og þrumaði yfir honum að halda kjafti. Stuttu síðar ítrekaði dómstjórinn skipun sína: „Ég var búinn að segja þér að grjóthalda kjafti!“

Mohamad var færður í dómsal í járnum en þau síðan tekin af honum er hann hlýddi á ákæru og tók afstöðu til hennar. Að þingfestingunni lokinni brutust síðan út átök er lögreglumenn ætluðu að færa Mohamad aftur í járn. Veitti hann mikla mótspyrnu og þurftu lögreglumenn að beita afli til að handjárna hann á ný.

DV sendi fyrirspurn á dómstjóra við Héraðsdóm Reykjaness, Jónas Jóhannsson, og spurði hvort sérstakar öryggisráðstafanir yrðu viðhafðar við aðalmeðferðina í ljósi framkomu sakborningsins við þingfestinguna. „Stutta svarið er já. Ég mun fara fram á hertari öryggiskröfur frá því sem var í síðsta þinghaldi og hef þar bæði í huga öryggi starfsmanna okkar, sakflytjenda, vitna, túlks og fréttamanna sem kunna að mæta í þinghaldið,“ segir Jónas í svari sínu. Hann bætir við að það muni liggja fyrir daginn fyrir þinghaldið hvernig ráðstafanirnar verða.

Skvetti óþekktum vökva framan í fangavörð

Mohamad réðst á tvo menn með hnífi í versluninni OK Market í Valshverfinu í Reykjavík þann 7. mars síðastliðinn. Í ákæru segir að hann hafi reynt að svipta annan manninn lífi með því að leggja ítrekað til hans með hnífi og stungið hann í andlitið með þeim afleiðingum að brotaþolinn hlaut línulegan áverka framarlega hægra megin á tungu og 3 cm skurð undir neðri vör.

Hann er síðan ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás er hann stakk annan mann sem þarna var nærstaddur og reyndi að varna því að Mohamad stingi hinn manninn, í hægri upphandlegg, og hlaut brotaþolinn 3 cm langan skurð ofarlega við öxl.

Mohamad er ákærður fyrir fjölmörg önnur brot, m.a. fyrir að hafa hrækt á fangavör á Litla-Hrauni sumarið 2023 og fyrir að hafa sama dag skvett vökva af óþekktum toga í andlit annars fangavarðar, með þeim afleiðingum að fangavörðurinn fann til sviða í augum og andliti.

Hann er ennfremur ákærður fyrir að hóta lögregulmanni og fjölskyldu hans lífláti og fyrir að hrækja framan í lögreglumann, en þessi brot voru framin daginn eftir árásina í OK Market.

Héraðssaksóknari krefst þess að Mohamad verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Mennirnir sem urðu fyrir árásinni í OK Market krefjast miskabóta af honum upp á samtals 2,5 milljónir króna.

Löng saga hótana og ofbeldis

Mohamad Kourani er sýrlenskur maður sem nýtur alþjóðlegrar verndar hér á landi. Hann er fæddur árið 1993. Samkvæmt heimildum DV er hann talinn stríða við geðræn vandamál en vera þó sakhæfur. Hann er með lögheimili í Reykjanesbæ en dvelst núna í varðhaldi í Fangelsinu Hólmsheiði.

Hann hlaut fyrir skömmu 14 mánaða fangelsi yrir árás á starfsmann Frumherja sem meinaði honum um stimpil fyrir ökuréttindum þar sem hann hafði ekki tekið ökupróf. Mohamad hefur einnig meðal annars verið sakfelldur fyrir sprengjuhótun.

Skömmu eftir árásina í OK Market steig fram Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari og lýsti áralöngum lífslátshótunum og áreiti Mohamads við sig og fjölskyldu sína. Helgi lýsti þar þeirri skoðun sinni að vísa ætti manninum úr landi. „Það skiptir greinilega minna máli öryggi okkar sem vinnum í kerfinu fyrir almenning og öryggi fjölskyldna okkar, þar með talið lögreglumanna sem hafa haft af honum afskipti. Heldur skiptir meira máli að veita slíkum manni uppihald og framfærslu úr sameiginlegum sjóðum,“ skrifaði hann á Facebook-síðu sína í marsmánuði.

Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás á skrifstofu í Reykjavík og fyrir húsbrot sumarið 2020. Að auki hefur hann verið  sakfelldur fyrir að hafa valdið eignaspjöllum í Drápuhlíð í Reykjavík með því að sparka í hurð á húsnæði þar svo rúða brotnaði sem og fjölmörg sóttvarnabrot og fyrir að falsa ökuskírteini. Einnig var hann sakfelldur fyrir að hafa hrækt á lögreglumenn á lögreglustöðinni við Hringbraut í Reykjanesbæ og fyrir brot á vopnalögum með því að hafa haft í fórum sínum útdraganlega kylfu sem ekki var ætluð til íþróttaiðkunar.

Mohamad hefur einnig verið sakfelldur fyrir sprengjugabb en hann sendi árið 2022 tölvupóst á embætti Lögreglustjórans á Suðurnejsum og sagði að sprengja væri í húsinu og þyrfti að rýma það.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bandarískur blaðamaður dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir í Rússlandi

Bandarískur blaðamaður dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir í Rússlandi
Fréttir
Í gær

Kraftlyftingamaðurinn Júlían orðinn löggiltur fasteignasali

Kraftlyftingamaðurinn Júlían orðinn löggiltur fasteignasali
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yana og fjölskylda hennar urðu fyrir hrottalegri árás á Krít – „Ástand hans er alvarlegt og við biðjum öll fyrir honum“

Yana og fjölskylda hennar urðu fyrir hrottalegri árás á Krít – „Ástand hans er alvarlegt og við biðjum öll fyrir honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

21 árs maður var misnotaður frá 3 ára aldri og byrjaði í neyslu 11 ára – ,,Ég mun örugglega ekki lifa mikið lengur“

21 árs maður var misnotaður frá 3 ára aldri og byrjaði í neyslu 11 ára – ,,Ég mun örugglega ekki lifa mikið lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mogginn gagnrýnir lögreglustjóra harðlega – „Ljóst að Höllu Bergþóru lög­reglu­stjóra varð illi­lega á í mess­unni“

Mogginn gagnrýnir lögreglustjóra harðlega – „Ljóst að Höllu Bergþóru lög­reglu­stjóra varð illi­lega á í mess­unni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu