fbpx
Laugardagur 26.október 2024
Fréttir

Varar við – Pútín mun ekki láta staðar numið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. júní 2024 07:30

Pútín hefur í hótunum við marga. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pútín mun ógna allri Evrópu ef innrás hans í Úkraínu gengur upp. Þetta sagði Joe Biden, Bandaríkjaforseti, á fundi með Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, fyrir helgi.

Forsetarnir ræddu eitt og annað en að vonum bar málefni Úkraínu hátt. Þeir lögðu áherslu á að Frakkland og Bandaríkin séu náin bandalagsríki og í kjölfarið ræddu þeir málefni Úkraínu.

„Við vitum hvað gerist ef Pútín tekst að leggja Úkraínu undir sig. Og við vitum að Pútín mun ekki láta staðar numið við Úkraínu,“ sagði Biden að sögn erlendra fjölmiðla.

„Þetta snýst um miklu meira en Úkraínu. Allri Evrópu verður ógnað og það munum við ekki láta gerast,“ sagði hann síðan.

Á föstudaginn hét hann Úkraínu nýjum hjálparpakka að andvirði 225 milljóna dollara. Um leið bað hann úkraínsku þjóðina afsökunar á margra mánaða seinkun á síðasta hjálparpakka en hann sat fastur í fulltrúadeild þingsins vegna andstöðu þingmanna Repúblikana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Í gær

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“
Fréttir
Í gær

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Í gær

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd