fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Gæsluvarðhald yfir eiganda sverðs framlengt – Talið nauðsynlegt til að verja brotaþola fyrir árásum hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. júní 2024 17:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur nú staðfest úrskurð héraðsdóms um að ónafngreindur ofbeldismaður sæti gæsluvarðhaldi til 9. júlí næstkomandi.

Málsatvik eru þau að skömmu fyrir miðnætti 19. mars 2024 barst lögreglu tilkynning í gegnum netspjall frá konu, um að maður væri vopnaður og hótaði að drepa hana. Þegar lögregla kom á vettvang kom konan hlaupandi út úr íbúðinni og sagði hún manninn vera vopnaðan inni í íbúðinni. Lögregla hafði mikinn viðbúnað á staðnum en þegar maðurinn sleit samtali við samningamann lögreglu var farið inn og hann handtekinn.

Konan lýsti misþyrmingum mannsins sem hefði m.a. tekið hana hálstaki og þrengt að þannig að hún gat ekki andað. Þá hafi hann verið með hníf og skotvopn innandyra sem hann hafi hótað sér með. Konan sagðist óttast um líf sitt og finna til ýmissa eymsla.

Lögregla fann á vettvangi eftirlíkingu af skammbyssu og sverð. Einnig voru haldlagðir tveir hnífar.

Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að maðurinn eigi langan sakaferil að baki, m.a. vegna ofbeldisbrota.

Á grundvelli þess að talin er hætta á því að hann brjóti aftur af sér á meðan rannsókn á máli hans stendur yfir, sem og að hætta sé á að hann skaði brotaþola í málinu, er maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“