fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Fréttir

Umfangsmiklar aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi á heimsvísu – Lögðu hald á netþjóna misyndismanna á Íslandi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. júní 2024 13:44

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópulöndum, þar á meðal Íslandi, létu til skara skríða í vikunni gegn vefsíðum með tengsl við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið, al-Qaeda og samtökin Hay’at Tahrir al-Sham. Vefsíðurnar dreifðu falsfréttum og áróðri á vegum hryðjuverkastarfsmannana auk þess að vera mikilvæg samskiptaleið fyrir meðlimi þessara samtaka.

Alls voru teknar niður 13 heimasíður með sem sagðar voru tengjast hryðjuverkasamtökunum en markmið þeirra var meðal annars að ýta undir róttækni hjá ungum múslimum og fá þá til þess að ganga til liðs við samtökin.  Í fréttatilkynningu á vef Europol kemur fram að áróðrinum hafi verið dreift á um 30 tungumálum.

Þó um mikilvægan áfanga sé að ræða séu þó allar líkur á að sambærilegar síður poppi fljótlega upp að nýju og því er um áframhaldandi langtímaverkefni að ræða að vakta slíkar síður.

Í fréttatilkynningunni kemur fram að íslensk lögregluyfirvöld hafi tekið þátt í aðgerðunum og hald hafi verið lagt á netþjóna hérlendis, sem og í Þýskalandi, Hollandi og Bandaríkjunum,  sem grunur leikur á að hafi verið brúkaðir af misyndismönnunum. Þá voru níu einstaklingar með tengsl við hryðjuverkasamtökin handteknir á Spáni.

Um er að ræða afrakstur rannsóknar sem staðið hefur yfir í rúmt ár og bar aðgerðin nafnið HOPPER II.

Nánar er fjallað um málið á vef Europol en aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“
Fréttir
Í gær

Ingólfur Valur stefnir ríkinu og krefst miskabóta vegna ólöglegrar handtöku

Ingólfur Valur stefnir ríkinu og krefst miskabóta vegna ólöglegrar handtöku
Fréttir
Í gær

Kraftaverk þegar kona fannst á lífi í Engey – rúmum 36 klukkustundum eftir að hafa farið í sjóinn við Granda

Kraftaverk þegar kona fannst á lífi í Engey – rúmum 36 klukkustundum eftir að hafa farið í sjóinn við Granda
Fréttir
Í gær

Krefur fyrrverandi eiginmann sinn um 18 milljónir – Segist búa á Spáni en finnst ekki

Krefur fyrrverandi eiginmann sinn um 18 milljónir – Segist búa á Spáni en finnst ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundar fluttir í hitasjokki á dýraspítala á Akureyri – Einn nærri dauða en lífi

Hundar fluttir í hitasjokki á dýraspítala á Akureyri – Einn nærri dauða en lífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langar biðraðir hjá Fjölskylduhjálpinni – „Yfirvöld virðist ekki gefa þessu nokkurn einasta gaum“

Langar biðraðir hjá Fjölskylduhjálpinni – „Yfirvöld virðist ekki gefa þessu nokkurn einasta gaum“