fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Fréttir

Rússar seldu 3,6 tonn af gulli til að mæta hallarekstri ríkisins

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. febrúar 2023 09:00

Það væri ekki amalegt að finna nokkrar svona. Mynd:G4S

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska ríkið seldi nýlega 3,6 tonn af gulli til að draga úr hallarekstri en í hallareksturinn í janúar var sem nemur 2.300 milljörðum íslenskra króna.

Útgjöldin jukust um 58,7% miðað við janúar á síðasta ári og tekjurnar lækkuðu um 35,1% miðað við janúar á síðasta ári.

Þessi mikli hallarekstur þýðir að nú þegar er ríkissjóður búinn að nota 60% af þeim halla sem reiknað var með að verði á rekstri hans á þessu ári.

Ástæðan fyrir þessum mikla hallarekstri er auðvitað kostnaðarsamur stríðsrekstur í Úkraínu og refsiaðgerðir Vesturlanda.

Fjármálaráðuneytið segir að allt sé í jafnvægi en samt sem áður seldi það bæði gull og kínversk jen í janúar til að mæta hallarekstrinum. 3,6 tonn af gulli voru seld og 2,3 milljarðar jena. Þetta færði ríkissjóði sem svarar til um 76 milljarða íslenskra króna.

Rússar komust ótrúlega vel í gegnum síðasta ár efnahagslega en nú hafa þeir vaknað upp við vondan draum því í byrjun desember tók bann við innflutningi á rússneskri hráolíu, sjóleiðis, til ESB gildi. Á sama tíma tók verðþak á rússneska hráolíu gildi en það er 60 dollarar á tunnu.

Þetta olli verðfalli á rússneskri Úralolíu. Hráolíuverð á heimsmarkaði er nú nánast það sama og fyrir ári en öðru máli gildir um rússneska olíu sem er 60% ódýrari.

Á sunnudaginn bætti ESB enn í refsiaðgerðir sínar og nær innflutningsbannið á olíu nú einnig til unninna vara á borð við dísilolíu og flugvélaeldsneyti. Einnig falla unnar rússneskar olíuvörur nú undir það verðþak sem ESB stendur fyrir í samstarfi við G7.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bílstjóri ráðherra lagði íslenska ríkið – Fær orlofsgreiðslur á fasta 55 klukkustunda yfirvinnu

Bílstjóri ráðherra lagði íslenska ríkið – Fær orlofsgreiðslur á fasta 55 klukkustunda yfirvinnu
Fréttir
Í gær

Ástþór sakaður um ágengni þegar hann mætti óboðinn í matsal HA – „Þeir voru bara í grunnskólabörnum“

Ástþór sakaður um ágengni þegar hann mætti óboðinn í matsal HA – „Þeir voru bara í grunnskólabörnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn lögreglu á gluggagægjunum lokið – „Þeir hafa engin tengsl við nein innbrot“

Rannsókn lögreglu á gluggagægjunum lokið – „Þeir hafa engin tengsl við nein innbrot“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áfram auknar líkur á eldgosi en fyrirvari gæti verið innan við 30 mínútur

Áfram auknar líkur á eldgosi en fyrirvari gæti verið innan við 30 mínútur