fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Frakkar senda Úkraínumönnum brynvarin árásarökutæki

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 20:00

AMX-10 RC. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi símleiðis við Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, í gær. Macron tilkynnti starfsbróður sínum að Frakkar muni senda AMX-10 RC brynvarin árásarökutæki til notkunar gegn rússneska innrásarliðinu.

Þetta eru hraðskreið ökutæki með fallbyssu. Fjögurra manna áhöfn er í hverju ökutæki.

Úkraínumenn hafa ítrekað beðið Vesturlönd um þunga skriðdreka, til dæmis Leopard, en ekki enn fengið.

Sérfræðingar hafa sagt að Úkraínumenn fái sífellt betri og fullkomnari hergögn frá Vesturlöndum og virðist sem leiðin liggi sífellt upp á við í þeim efnum.

Nú hafa Úkraínumenn fengið Patriot-kerfi – Hvað fá þeir næst?

Í morgun bárust fréttir um að Bandaríkjamenn séu að íhuga að láta Úkraínumenn fá Bradley ökutæki en þetta eru léttbrynvarin ökutæki með fallbyssu. Þau geta borið 10 menn. Þetta eru hraðskreið ökutæki á hjólum eins og frönsku AMX-10 RC ökutækin. Bandaríkjaher hefur notað þessa tegund ökutækja um árabil en íhugar nú að taka nýrri útgáfu í notkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“