fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Rússar streyma til Georgíu og Kasakstan

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 09:32

Langar raðir mynduðust við landamæri Rússlands og Georgíu í haust. Mynd:Maxar/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Georgíu og Kasakstan segja að tugir þúsunda Rússa hafi streymt til landanna eftir að Vladímír Pútín, forseti, tilkynnti um herkvaðningu 300.000 manna. Meirihluti Rússanna eru karlmenn sem eru að flýja herkvaðningu.

The Guardian segir að eftir því sem yfirvöld í Georgíu segi þá hafi fjöldi Rússa, sem koma til landsins daglega, næstum tvöfaldast síðan Pútín tilkynnti um herkvaðninguna.

Áður hafi 5.000 til 6.000 Rússar komið daglega en nú séu þeir rúmlega 10.000 á dag.

Georgía og nágrannaríkið Armenía krefja Rússa ekki um vegabréfsáritun og hafa því verið vinsælir áfangastaðir Rússa á flótta frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar.

Í gær sögðu rússneskir embættismenn í landamærahéruðunum við Georgíu að um 5.500 bílar væru í röð við landamærin og sögðu ástandið „mjög eldfimt“.

Yfirvöld í Kasakstan sögðu í gær að tæplega 100.000 Rússar hefðu komið þangað síðan tilkynnt var um herkvaðninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu