fbpx
Sunnudagur 25.september 2022
Fréttir

Heimspekingur Pútíns – „Við erum á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. september 2022 07:00

Dugin segir að við séum á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Dugin er einn þeirra rússnesku menntamanna sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sækir hugmyndir og innblástur til. Hann hefur lengi verið talinn hafa mikil áhrif á Pútín og hefur verið kallaður „Heimspekingur Pútíns“.

Ekki er langt síðan að dóttir hans lést í bílsprengjuárás nærri Moskvu. Talið er að sprengjan hafi verið ætluð Alexander en hann ákvað á síðustu stundu að skipta um bíl við dóttur sína og því varð hún fórnarlamb.

Lítið hefur heyrst til hans síðan en í síðustu viku lét hann síðan heyra í sér og birti grein um stríðið í Úkraínu. Hann er prófessor í heimspeki við Moskvuháskóla og hefur lengi verið talinn hafa mikil áhrif á Pútín.

Ný grein hans var birt á vefsíðu Tsargrad sjónvarpsstöðvarinnar sem er sjónvarpsstöð hægrisinnaðra popúlista.

Í greininni segir Dugin að heimurinn sé á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar og að það séu Vesturlönd sem séu heltekinn af því að ryðja Rússum úr vegi. Þetta sé ekki eitthvað sem er sagt af ótta eða sem spá, þetta sé staðreynd. Rússland sé í stríði við öll Vesturlönd skrifar hann og viðrar einnig möguleikann á notkun kjarnorkuvopna.

„Hvort til þess kemur að kjarnorkuvopnum verði beitt er opin spurning en líkurnar á ragnarökum af völdum kjarnorkuvopna aukast dag frá degi,“ skrifar hann.

Hann viðurkennir að Úkraína hafi veitt Rússlandi þungt högg í Kharkiv. „Allir vita að sóknin var skipulögð, undirbúin og gerð með búnaði frá Bandaríkjunum og NATO og að hún var gerð með þeirra aðstoð,“ skrifar hann og sakar Bandaríkin og NATO um að senda málaliða og hernaðarsérfræðinga til Úkraínu.

„Í augum Vesturlanda er þetta upphafið á endinum fyrir okkur. Af því að við höfum slakað á vörnunum í Kharkiv, sé hægt að veita okkur þyngri högg. Þetta er ekki lítill sigur fyrir sókn Úkraínumanna og þetta er fyrsti beini sigur Drang nach Osten sveita NATO,“ skrifar hann. Hugtakið Drang nach Osten var notað af nasistum þegar Hitler reyndi að leggja Sovétríkin undir sig.  Dugin er því að líkja stöðunni í Úkraínu við innrás nasista í Sovétríkin 1941.

„Það verður að játa að Vesturlönd hafa lýst yfir stríði gegn okkur og að þau berjast nú þegar í því. Við völdum ekki þetta stríð og við vildum það ekki. 1941 vildum við heldur ekki stríð við Þýskaland nasista og við neituðum að trúa því þar til við horfðumst í augu við það,“ skrifar hann einnig. Hann útskýrir ekki hvernig innrás Rússa í Úkraínu þann 24. febrúar geti talist árás á Rússland.

Hann segir útilokað að nú sé hægt að semja um frið. Rússar geti ekki gefið neitt eftir eða samið um milliveg. Óvinirnir muni aðeins samþykkja algjöra uppgjöf Rússa og því eigi þeir enga valkosti.

„Vestræn gildi: LGBT, lögleiðing öfuguggaháttar, fíkniefna, samruni manns og vélar, algjör blöndum vegna innflytjenda. Allt tengist þetta fullkomlega Vestrænum yfirburðum og einhliða Vestrænu kerfi,“ skrifar hann og segir það ávísun á hörmungar ef vestræn gildi fái að hafa meiri áhrif á Rússa.

„Rússland er í stríði. Við berjumst við trúleysingja sem eru á móti guði og kasta grundvelli andlegra og siðferðilegra gilda á brott: Guði, kirkjunni, fjölskyldunni, kyninu, manneskjunni,“ skrifar hann.

Eftir því sem hann segir er ástandið verst í Úkraínu þar sem sadismi og rasismi þrífist fyrir opnum tjöldum og Vesturlönd styðji þetta án þess að draga dul á það. Það sé því hlutverk Rússlands að sameina trúað fólk, úr mismunandi trúarhópum, í þessari baráttu sem sé úrslitabaráttan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur og Héraðsdómur fetta fingur út í matsgerð umdeilds sálfræðings – Of jákvæð í garð föður

Landsréttur og Héraðsdómur fetta fingur út í matsgerð umdeilds sálfræðings – Of jákvæð í garð föður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margréti Friðriks vísað úr flugi Icelandair fyrir að neita að bera grímu – Vísar því á bug að hafa verið með læti

Margréti Friðriks vísað úr flugi Icelandair fyrir að neita að bera grímu – Vísar því á bug að hafa verið með læti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flöskuháls í Landsrétti – Fjölga þarf dómurum

Flöskuháls í Landsrétti – Fjölga þarf dómurum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árás var talin yfirvofandi – Höfðu sérstakan áhuga á árshátíð lögreglunnar

Árás var talin yfirvofandi – Höfðu sérstakan áhuga á árshátíð lögreglunnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aðgerðir í gær tengdust ætluðum undirbúning að hryðjuverkum – Hætta beindist að borgurum og stofnunum

Aðgerðir í gær tengdust ætluðum undirbúning að hryðjuverkum – Hætta beindist að borgurum og stofnunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grunaðir um að framleiða þrívíddarprentaðar byssur – Rassía lögreglu staðið yfir frá því í síðustu viku

Grunaðir um að framleiða þrívíddarprentaðar byssur – Rassía lögreglu staðið yfir frá því í síðustu viku
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Fundu lík mæðgina eftir ábendingar nágranna – „Ég get ekki ímyndað mér neitt sorglegra“

Fundu lík mæðgina eftir ábendingar nágranna – „Ég get ekki ímyndað mér neitt sorglegra“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Helgi gagnrýnir skeytingarleysi lögreglu: „Löggan gerir bara samt ekki neitt, jafnvel þótt þú finnir þjófinn“

Helgi gagnrýnir skeytingarleysi lögreglu: „Löggan gerir bara samt ekki neitt, jafnvel þótt þú finnir þjófinn“