fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Rússar skutu eigin herþotu niður yfir Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 06:40

Flak SU-34 herþotu. Mynd:Tiktok/vasyaba7

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem Rússar hafi skotið eina af herþotum sínum niður yfir austurhluta Úkraíu. Þetta er enn ein niðurlægingin fyrir Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og rússneska herinn sem hefur ekki komist nálægt því að ná þeim markmiðum sem Rússar höfðu sett sér þegar þeir réðust inn í Úkraínu.

Daily Mail segir að á myndum sjáist logandi flugvél hrapa til jarðar í Alchevsk í Luhansk. Myndirnar birtust fyrst á sunnudaginn þegar þær voru birtar á Telegram af aðila sem er hliðhollur Rússum. Þá fylgdi sögunni að „herir bandamanna“ hefðu skotið flugvélina niður og var þess þá hvergi getið að um rússneska flugvél væri að ræða.

En daginn eftir birtust fleiri myndir af flakinu og sást þá vél að hún var merkt rússneska flughernum.

Vélin þar sem hún brotlenti. Mynd:Tiktok/vasyaba7

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Daily Mail segir að svo virðist sem rússneskir hermenn hafi skotið vélina niður en um SU-34 orustuþotu er að ræða. Slík vél kostar um 40 milljónir dollara. Vélin var skotin niður skömmu eftir að Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, skipaði loftvarnarsveitum að hafa það sem forgangsverkefni að skjóta niður HIMARS-flugskeyti. HIMARS er bandarískt flugskeytakerfi sem Úkraínumenn hafa yfir að ráða. Það er mjög langdrægt og hefur valdið Rússum miklu tjóni síðustu vikur. Hafa Úkraínumenn notaði kerfið, þeir eiga nokkur slík, til að ráðast á birgðastöðvar, vopnageymslur og stjórnstöðvar rússneska hersins langt bak við víglínuna.

Daily Mail segir að Michael Weiss, þekktum stríðsfréttaritara, að Rússar hafi skotið eigin vél niður þegar þeir ætluðu að skjóta HIMARS-flugskeyti niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“