fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Rússar reikna með að 100.000 af herkvöddu hermönnunum falli í vetur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. nóvember 2022 07:02

Vegfarandi virðir fyrir sér lík rússneskra hermanna í Kupiansk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk yfirvöld reikna með að 100.000 af þeim 300.000 hermönnum, sem voru kvaddir til herþjónustu nú í haust, falli á vígvellinum í Úkraínu fyrir næsta sumar. Margir þeirra eru sendir á vígvöllinn án þess að hafa fengið neina þjálfun eða litla þjálfun. Af þeim sökum reikna yfirvöld með miklu mannfalli meðal þeirra.

Þetta segir óháði rússneski miðillinn Vazhnyye Istorii og hefur þetta eftir tveimur óháðum og ónafngreindum heimildarmönnum í Rússlandi. Annar er sagður tengjast yfirstjórn hersins og hinn er sagður vera í leyniþjónustunni FSB.

En þessi háa tala er ekkert sem veldur rússneskum yfirvöldum áhyggjum. Heimildarmennirnir sögðu að það væru ekki rússnesk mannslíf sem muni stöðva stríðsrekstur Vladímír Pútín, forseta.

Heimildarmaðurinn hjá FSB sagði að áhyggjurnar af mannfalli séu svo litlar að yfirvöld séu reiðubúin til að senda nýja unga menn á vígstöðvarnar. Muni þeir, sem gegna herþjónustu, verða sendir þangað í stað þeirra herkvöddu sem falla.

Heimildarmaðurinn, sem tengist yfirstjórn hersins, sagði að varnarmálaráðuneytið undirbúi nú þjálfun 120.000 nýliða, sem munu gegna herskyldu, sem verði sendir beint í stríðið í Úkraínu til að koma í stað þeirra 100.000 sem reiknað er með að verði fallnir fyrir næsta sumar.

Heimildarmennirnir voru sammála um að Pútín sé reiðubúinn til að standa í stríði í mörg ár til að geta náð markmiði sínu um að ná Kyiv á sitt vald.

Einn liður í þessari áætlun er að þjálfa fjölda nýrra hermanna í kjölfar fjölda stórra ósigra Rússa á vígvellinum, nú síðast í Kherson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks