fbpx
Miðvikudagur 28.september 2022

mannfall

Telja að Rússar hafi misst rúmlega 1.000 skriðdreka í Úkraínu

Telja að Rússar hafi misst rúmlega 1.000 skriðdreka í Úkraínu

Fréttir
Fyrir 3 vikum

Greinendur hjá samtökunum Oryx telja að Rússar hafi misst rúmlega 1.000 skriðdreka í stríðinu í Úkraínu. Það eru fimm sinnum fleiri skriðdrekar en þeir misstu í stríðinu í Tjetsjeníu. Oryx eru óháð samtök sem greina tölur um tap stríðsaðila í alþjóðlegum deilum og átökum. Samtökin hafa kortlagt tap Rússar frá upphafi innrásar þeirra í Úkraínu. Í stríðinu í Tjetsjeníu misstu Rússar um Lesa meira

Zelenskyy segir að 40.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 40.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Fréttir
27.07.2022

Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi, eins og hann gerir á hverju kvöldi, og ræddi um mikið mannfall rússneska hersins í stríðinu í Úkraínu. „Í fjóra mánuði hafa rússnesk yfirvöld ekki veitt rússnesku þjóðinni neinar upplýsingar, ekki einu sinni ritskoðaðar, um mannfallið. Það hefur verið algjör þögn. Ekkert hefur verið birt eða sagt í Lesa meira

CIA segir að 15.000 Rússar hafi fallið í Úkraínu

CIA segir að 15.000 Rússar hafi fallið í Úkraínu

Fréttir
21.07.2022

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa 15.000 rússneskir hermenn fallið og 45.000 hafa særst. Þetta sagði William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, í nótt. Hann sagði einnig að Úkraínumenn hafi orðið fyrir miklu manntjóni. Orð Burns féllu á ráðstefnu um öryggismál í Aspen í Colorado í Bandaríkjunum. Nú eru tæplega fimm mánuðir síðan Rússar réðust á Úkraínu. Á þeim tíma Lesa meira

Segir að 50.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í Úkraínu

Segir að 50.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í Úkraínu

Fréttir
19.07.2022

Rússar hafa misst rúmlega 30% af bardagagetu landhers síns í stríðinu í Úkraínu. Þetta sagði Sir Tony Radakin, yfirmaður breska hersins, í Sunday Morning show á BBC One á sunnudaginn. The Guardian segir að vegna þessa telji úkraínski herinn „algjörlega“ öruggt að hann muni sigra í stríðinu. Radakin sagði alveg ljóst að Úkraínumenn hafi í hyggju að endurheimta allt land sitt og þeir sjái að Rússar eru í Lesa meira

Nýjasta matið á tjóni rússneska hersins – 38.300 hermenn sagðir hafa fallið

Nýjasta matið á tjóni rússneska hersins – 38.300 hermenn sagðir hafa fallið

Fréttir
18.07.2022

Samkvæmt nýjasta mati úkraínska hersins þá hafa Rússar misst 38.300 hermenn frá því að þeir réðust inn í Úkraínu fyrir tæpum fimm mánuðum. The Kyiv Independent skýrir frá þessu. Fram kemur að úkraínski herinn telji að þessu til viðbótar hafi Rússar meðal annars misst 1.684 skriðdreka, 220 flugvélar, 3.879 brynvarin ökutæki, 188 þyrlur og 688 dróna. These are the Lesa meira

Brasilíska lögreglan felldi 25 bankaræningja

Brasilíska lögreglan felldi 25 bankaræningja

Pressan
01.11.2021

Brasilíska lögreglan felldi 25 grunaða bankaræningja  í borginni Varginha á sunnudaginn. Lögreglan segir að hópurinn hafi verið að undirbúa bankarán. Það var herlögreglan í Minas Gerais sem lét til skara skríða gegn genginu og felldi 25 meðlimi. Einnig fannst mikið af vopnum, sprengiefni og skotheldum vestum. Talið er að um einu stærstu lögregluaðgerð sögunnar gegn glæpagengjum, sem sérhæfa sig í bankaránum, Lesa meira

400.000 hafa látist í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi

400.000 hafa látist í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi

Pressan
16.03.2021

Í gær, mánudag, voru tíu ár síðan borgarastyrjöldin í Sýrlandi braust út en það gerðist í tengslum við hið svokallaða Arabíska vor. Mótmælendur flykktust þá út á götur í Deraa, í suðurhluta landsins, og mótmæltu stjórn Bashar al-Assad. Stjórnarherinn svaraði þessu með skothríð og handtökum. Þar með var borgarastyrjöldin hafin. Á þessum tíu árum hafa að minnsta kosti Lesa meira

Sex handteknir í Kína fyrir að „móðga“ hermenn sem féllu í átökum

Sex handteknir í Kína fyrir að „móðga“ hermenn sem féllu í átökum

Pressan
24.02.2021

Sex, hið minnsta, voru handtekin víða um Kína fyrir að ófrægja fjóra hermenn sem létust í blóðugum átökum kínverskra og indverskra hermanna á landamærum ríkjanna í júní á síðasta ári. Fólkinu var haldið í allt að 15 daga. Þá hefur fólki, sem býr erlendis, verið hótað fangelsisvist þegar og ef það snýr aftur til Kína. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af