fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Skúli svarar Óttari – Segist hvorki vera gjaldþrota né auðmaður

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 08:00

Skúli Mogensen. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mogensen, stofnandi WOW, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann svarar skrifum Óttars Guðmundssonar, geðlæknis í Fréttablaðinu um helgina. Óttar furðaði sig á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og tveir aðrir ráðherrar hefðu verið við opnum nýrra sjóbaða Skúla í Hvammsvík nýverið.

„Skúli setti flug­­fé­lagið WOW glæsi­­lega á hausinn í árs­byrjun 2019. Fé­lagið var um­­vafið skuldum eins og skrattinn skömmunum. At­vinnu­lífið á Suður­­nesjum var slegið í rot og ríkis­­sjóður tapaði milljörðum. Or­­sakir gjald­­þrotsins má rekja til ýmiss konar mis­­taka í stjórn og rekstri þessa lág­­gjalda­flug­­fé­lags. Þar var aðal­­­lega við Skúla að sakast sem hagaði sér alltaf eins og sjálf­miðað barn í hlut­­verka­­leik,“ skrifaði Óttar meðal annars.

Skúli segir að grein Óttars sé svo full af rangfærslum og dylgjum að hann eigi erfitt með að svara henni ekki þótt hann hafi ekki lagt í vana sinn að svara misgáfulegum skrifum um WOW air og hann sjálfan. Segir hann að boðskapurinn í skrifum Óttars, sem sé fjölmiðlamaður og geðlæknir, sé fyrir neðan allar hellur.

„Aðalinntak greinar þinnar virðist vera að ráðherrar hafi gert stórkostleg mistök með því að koma í opnun á Sjóböðunum í Hvammsvík þar sem ég, samkvæmt þinni skilgreiningu, er gjaldþrota auðmaður og hvernig dettur þeim í hug að sýna sig með slíkum manni? Hér eru sem sagt skilaboðin þau að ef einhverjum mistekst þrátt fyrir að hafa átt farsælan feril þá ber að hafna viðkomandi, setja til hliðar og útskúfa,“ segir Skúli og spyr hvort hann hafi átt að gefast upp og leggjast í kör? „Ég vona svo sannarlega að þetta séu ekki ráðin sem þú gefur þínum skjólstæðingum,“ segir hann síðan.

Hann segir því næst að hann sé hvorki gjaldþrota né auðmaður, enda sé illmögulegt að vera hvort tveggja í senn.

Hann rekur síðan nokkur dæmi frá viðskiptaferli sínum og hrósar happi yfir að hafa unnið með frábæru fólki og komið að uppbyggingu tuga fyrirtækja.

Hann skorar síðan á Óttar að lesa grein eftir Egil Almar Ágústsson, Hagsmunir flugfélaga og samfélagsins, sem var birt í Viðskiptablaðinu í maí 2021 til að fræðast nánar um þau áhrif sem WOW hafði á íslenskt efnahags- og atvinnulíf: „. . . þar ályktar hann að fjárfesting mín í WOW air hafi verið besta fjárfesting Íslandssögunnar fyrir alla nema mig.“

Grein Skúla er hægt að lesa í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi