fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Segja að Rússar fjölgi nú sjálfboðaliðum í stríðinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. júlí 2022 06:59

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk yfirvöld hafa að undanförnu lagt meiri áherslu en áður á að fá sjálfboðaliða til að ganga til liðs við herinn til að taka þátt í stríðinu í Úkraínu en það hefur nú staðið yfir í tæpa fimm mánuði.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) skýrir frá þessu. Segir hún að þessar aðgerðir hafi hafist í júní og nú sé búið að setja enn meiri kraft í þær. Nýjar hersveitir, sem eru skipaðar sjálfboðaliðum, eru myndaðar daglega. Í hverri eru um 400 menn á aldrinum 18 til 60 ára.

Ekki er gerð krafa um að þeir hafi reynslu úr hernum. Þeir fara í 30 daga þjálfun áður en þeir eru sendir til Úkraínu segir ISW.

Hugveitan segir að þessi stutta þjálfun geti valdið „bakslagi“ í þeirri mynd að „gæði“ hermannanna séu ekki mikil miðað við aðra hermenn í rússneska hernum.

Til að lokka menn í herinn fá þeir eingreiðslu þegar þeir skrá sig og síðan fá þeir mánaðarlaun sem svara til um 415.000 íslenskra króna.

ISW segir að kostnaðurinn við þessar hersveitir sé mjög hár, sérstaklega í ljósi þess að eftir að 30 daga þjálfuninni er lokið og hersveitirnar eru sendar til Úkraínu þá séu hermennirnir ekki bardagafærir.

New York Times skýrði nýlega frá því að rússneski herinn hafi „gríðarlega þörf fyrir fleiri hermenn“. Til að reyna að ráða bót á því eru nýliðar sóttir til fátækra minnihlutahópa í Rússlandi, Úkraínumenn frá yfirráðasvæðum úkraínskra aðskilnaðarsinna eru fengnir í herinn sem og málaliðar. Öllum er þeim heitið góðum launum ef þeir ganga til liðs við rússneska herinn.

Rússar halda því vandlega leyndu hversu marga hermenn þeir hafa misst í stríðinu en nokkuð ljóst er að tugir þúsunda hafa fallið og særst en fram að þessu hafa þeir sent um 300.000 hermenn til Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi