fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
FréttirPressan

Biden heitir því að verja Taívan

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 11:28

Joe Biden - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því á dögunum að koma Taívan til varnar ef Kína ræðist á eyríkið. Ummælin lét hann falla á blaðamannafundi í Tókýó þar sem hann fundaði með Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans.

Hann sagði Bandaríkin munu standa við heit sín til taívönsku þjóðarinnar. Utanríkisráðherra Kína, Wang Wenbin, tók ekki vel í ummæli Bandaríkjaforseta þar sem hann líkti stöðu Taívan við Úkraínu, sem eins og flestir vita sætir linnulausum árásum af höndum Rússlands.

„Kína mun ekki gefa eftir“

Wang Wenbin tjáði „mikla óánægju og algjöra mótstöðu“ við ummæli Biden. „Kína mun ekki gefa eftir í kjarnamálum eins og fullveldi og stjórnarrétti.“ segir Wang. Kína heldur því fram að Taívan sé hérað innan Kína og hafi alltaf verið og lítur á taívönsk stjórnvöld sem aðskilnaðarsinna. Rétt eins og Pútín lítur á Ukraínu sem sögulega mikilvægan hluta hins „stóra Rússlands.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt