fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Íslenskur CrossFit-kappi úrskurðaður í gæsluvarðhald – Lét sig hverfa og finnst ekki

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 10:54

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á þrítugsaldri, sem er sagður hafa rústað bíl Svölu Lindar Ægisdóttur; beitt son hennar ofbeldi og ofsótt fjölskylduna meðal annars með líflátshótunum, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. apríl.

Lögreglu hefur þó ekki tekist að hafa uppi á manninum til að færa í gæsluvarðhald. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti þetta í samtali við DV.

Maðurinn sem um ræðir er þekktur CrossFit-kappi en hann hefur áður vakið athygli fjölmiðla. Var það helst þegar hann féll á lyfjaprófi en tvö ólögleg efni fundust í lyfjasýni mannsins. Maðurinn hafði þá verið búinn að tryggja sér keppnisrétt á heimsleikunum í CrossFit en hann er í banni frá íþróttinni fram til ársins 2023.

Lesa meira: Svona leit bíll Svölu út í morgun – Maður sem margbrýtur nálgunarbann gengur laus og ógnar fjölskyldunni

Lesa meira: Maðurinn sem rústaði bíl Svölu kominn í gæsluvarðhald – „Nú fáum við smá andrými“

„Maðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Ætluð brot mannsins voru framin á rúmlega þriggja og hálfs mánaða tímabili, eða frá því í lok nóvember á síðasta ári og fram í miðjan mars á þessu ári. Þá hefur viðkomandi stöðu sakbornings í sex öðrum málum, sem eru til meðferðar hjá lögreglu,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar um gæsluvarðhaldið.

Færa átti manninn í gæsluvarðhald í gær en þá fannst hann hvergi. „Við skorum á hann að gefa sig fram við lögreglu,“ sagði Margeir í samtali við RÚV um málið. Þá sagði Margeir að það væri ekki óalgengt að fólk láti sig hverfa þegar það á að fara í gæsluvarðhald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“