fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Svona leit bíll Svölu út í morgun – Maður sem margbrýtur nálgunarbann gengur laus og ógnar fjölskyldunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 17:18

Bíll Svölu eftir skemmdarverkin. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Svala Lind Ægisdóttur fór út úr húsi í morgun mætti henni skelfileg sjón. Unnin höfðu verið mikil skemmdarverk á bíl hennar eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Í huga Svölu er leikur enginn vafi á því hver var hér að verki en hún og fjölskylda hennar hafa mátt þola linnulausar ofsóknir af hálfu manns sem þau hafa fengið nálgunarbann á, en því miður reynist nálgunarbannið gagnslítið.

Að sögn Svölu hófst þessi saga þann 23. nóvember í fyrra er umræddur maður nam son hennar á brott, frelsissvipti hann og beitti hann grófu ofbeldi. Var sonur hennar rifbeinsbrotinn og honum hótað lífláti.

Ofbeldi og hótanir mannsins beindust fyrst gegn syni Svölu en smám saman hefur ógnunin tekið að beinast að fjölskyldunni og heimilinu. Hafa þau mátt þola linnulausar hótanir af hálfu mannsins og eru til hljóðritanir af símtölum sem innihalda líflátshótanir. Maðurinn hefur margbrotið nálgunarbannið en með litlum afleiðingum. Krafa Svölu er að maðurinn verði settur í síbrotagæslu vegna brota sinna á nálgunarbanninu en skilyrðin eða vinnureglunar sem miðað er við varðandi það virðast mjög stífar. Um síbrotagæslu er kveðið á í lögum um meðferð sakamála, en þar segir að úrskurða megi mann í gæsluvarðhald ef „ætla megi að hann muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið eða rökstuddur grunur leiki á að hann hafi rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hafa verið sett í skilorðsbundnum dómi…“

Svala segir að maðurinn komist upp með að síbrjóta nálgunarbannið án afleiðinga:

„Lögreglan er að gera það besta sem þau geta gert fyrir okkur og það er ekki við þau að sakast. En löggjafarvaldið gefur þeim ekki rýmri heimildir en þetta. Það þurfa að vera beinharðar sannanir fyrir öllu svo eitthvað sé aðhafst,“ segir hún í viðtali við DV, en hljóðritanir af hótunum í síma virðast ekki flokkast undir beinharðar sannanir í þessu tilviki. Svala segir að svo virðist sem maðurinn þurfi að vera staddur inni á gólfi hjá henni til að hann verði settur í síbrotagæslu:

„Ég vona innilega vegna þeirra sem eiga að gæta réttar okkar og öryggis að það komi ekki til þess að hann verði inni á gólfi hjá mér næstu klukkustundir eða næstu nótt. Samkvæmt lögreglunni þarf það helst að gerast til að hann verði settur í síbrotagæslu.“

Skrifaði dómsmálaráðherra

Að sögn Svölu hefur maðurinn ekki verið handtekinn eftir að hún tilkynnti um skemmdarverkin á bílnum hennar í morgun. En lögregla leitar hans og leitin hefur verið hert, án árangurs þegar þetta er ritað.

Aðspurð segir Svala að sonur hennar hafi kært brot mannsins gegn sér í nóvember en ekki sé búið að ákæra í því máli. Lögregla virðist undirmönnuð og önnur mannfrek sakamál, til dæmis Rauðagerðismálið, virðast taka mikinn mannafla sem bitnar á öðrum rannsóknum.

Svala hefur skrifað dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, vegna málsins. „Ég sendi Áslaugu póst og ég vil fá svör frá henni og lögreglunni um hvað á að gera.“

Svala kallar eftir því að hugað verði meira að rétti brotaþola, áherslan sé öll á rétt gerenda: „Það þarf að hugsa meira um brotaþola, ekki bara passa réttindi gerenda. Það er ekki eins og ég sé að finna þetta upp, við erum venjuleg, saklaus fjölskylda í Reykjavík sem er að lenda í þessu og þetta er látið ganga yfir okkur endalaust,“ segir Svala. Hún fer fram á að maðurinn verði settur í gæsluvarðhald fyrir ítrekuð brot sín á nálgunarbanninu og ofbeldisfulla tilburði. Líf hennar og fjölskyldu hennar sé í spennutreyju vegna ástandsins.

Í færslu um málið á Facebook í dag merkti Svala Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Í færslunni segir:

„STAÐAN ER ÓBREYTT!

 XXXXXX var hér undir morgunn fyrir UTAN heimilið mitt þrátt fyrir nálgunarbann. Hann framdi brot á nálgunarbanni og eignarspjöll á bílnum mínum.

 Ég er með upptökur af símtölum til mín með líflátshótunum í minn garð sem og minna nánustu. Sonur minn er líka búinn að fá líflátshótanir og óteljandi símtöl frá XXXXXX.

 Ég vil ítreka það að við höfum ekki gert þessum einstaklingi nokkurn skapaðan hlut.

 Ekki spyrja mig hvað/hvort eitthvað verði gert heldur spyrjið þá sem svara fyrir lögin í landinu sem við erum ríkisborgarar í og eigum að vera örugg í.

 Við erum algjörlega ráðþrota þrátt fyrir að vera ógnað og í lífshættu.

 Hver ætlar að svara fyrir þetta ? Mun einhver svara og grípa í taumana nógu tímanlega eða verður það of seint?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Í gær

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug