fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fréttir

Sigurrós stóð á öskrinu og neitaði þegar læknarnir buðust til að fjarlægja hendurnar – „Ég hélt nú ekki“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 15:00

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurrós Ósk Karlsdóttir varð fyrir einelti sem barn vegna fæðingargalla en hún er með vanskapaðar hendur sem hún fæddist með. Þegar hún var aðeins 5 ára gömul var henni boðið að láta fjarlægja vansköpuðu hendurnar og hún myndi þá fá gervihendur í staðinn.

Þrátt fyrir að Sigurrós hafi bara verið 5 ára gömul þá tók hún það ekki í mál. „Ég hélt nú ekki. Ég stóð á öskrinu og sagði bara: Nei,“ útskýrir hún í Dagur í lífi á RÚV.

„Þeir sögðu bara: „Ókei þá fær hún bara að átta sig á því sjálf þegar hún verður eldri, hvort hún vilji fá aðrar hendur þegar hún verður eldri“. En ég sé ekki eftir því, ég get allt eins og allir aðrir og ég er bara mjög sátt við það.“

Talið er að ástæðan fyrir vansköpuðu höndunum sé sú að móðir Sigurrósar hafi tekið svefnlyf á meðgöngunni, það er þó ekki staðfest. „En ég fór að kanna málið á sínum tíma og fékk ekki almennileg svör svo ég ákvað bara að láta kyrrt liggja. Var búin að sætta mig við að vera bara eins og ég er. Ég hefði ekkert haft það betra.“

Eins og áður segir var Sigurrós lögð í einelti vegna handanna og var skólagangan hennar því ekki auðveld. „Ég var náttúrulega lögð í einelti alla mína skólagöngu og ætlaði að fá mér frí í eitt ár en halda svo áfram. En þau hafa orðið ansi mörg, ég hef ekki farið í skóla síðan,“ segir hún.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í Sarpinum á RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Erlendir glæpahópar með íslenska meðlimi innanborðs herja á landsmenn

Erlendir glæpahópar með íslenska meðlimi innanborðs herja á landsmenn
Fréttir
Í gær

Meintur höfuðpaur í klaufalegu kókaínsmygli dreginn fyrir dóm – Óútskýrðar tekjur námu tugum milljóna

Meintur höfuðpaur í klaufalegu kókaínsmygli dreginn fyrir dóm – Óútskýrðar tekjur námu tugum milljóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ómíkron-smitaði einstaklingurinn á Landspítalanum er fullbólusettur og búinn að fá örvunarskammt

Ómíkron-smitaði einstaklingurinn á Landspítalanum er fullbólusettur og búinn að fá örvunarskammt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skotið á rúður í Kórahverfi – „Fór kúla í gegnum rúðuna og hafnaði í borðstofuborði“

Skotið á rúður í Kórahverfi – „Fór kúla í gegnum rúðuna og hafnaði í borðstofuborði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásarmaður í Spönginni er barn – Bæði hann og afgreiðslustúlkan flutt á slysadeild – Maður sem yfirbugaði árásarmann ræðir við DV

Árásarmaður í Spönginni er barn – Bæði hann og afgreiðslustúlkan flutt á slysadeild – Maður sem yfirbugaði árásarmann ræðir við DV
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan staðfestir að torkennilegi hluturinn hafi verið sprengja

Lögreglan staðfestir að torkennilegi hluturinn hafi verið sprengja
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik