fbpx
Miðvikudagur 01.febrúar 2023
Fréttir

Hætti sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar eftir að fara yfir mörk kvenkyns starfsmanns – Þolandi hætti eftir að vera gert að vinna áfram með honum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Jóhannesson, sem nýverið samdi um starfslok hjá Landsvirkjun eftir að hafa gegnt starfi yfirlögfræðings í tvö ár, lét af störfum í kjölfar þess að hafa verið formlega áminntur í starfi vegna ótilhlýðilegrar háttsemi í garð konu sem einnig starfaði hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í frétt Stundarinnar.

Þar kemur fram að alvarlegasta atvikið hafi átt sér stað í maí á þessu ári en þá hafi konan upplifað hegðun Helga sem ógnandi. Stundin hefur heimildir fyrir því að Helgi hafi króað konuna af í horni á vinnustað hennar og strokið kinn hennar án samþykkis, en þetta hafi átt sér stað í kjölfar þess að Helgi hafi ítrekað sagt konunni að klipping hennar væri „lesbíuleg“ og kallað hana „lessukonuna“ í vitna viðurvist.

Umræddan dag í maí hafi Helgi ætlað að biðja konuna afsökunar og boðið henni að klípa sig í rassinn eftir að hann strauk á henni kinnina svo hún gæti launað honum fyrir að hafa kallað hana lessulega.

Í frétt Stundarinnar segir að Helgi hafi verið formlega áminntur í júní. Landsvirkjun hafi þó ekki viljað reka Helga fyrir atvikið og hafi konan þurft að starfa áfram með honum á höfuðstöðvum Landsvirkjunar. Það hafi hún ekki getað hugsað sér og ákvað því að hætta. Helgi hætti svo sjálfur í kjölfarið.

Helgi sendi samstarfsfólki sínu tölvupóst í kjölfar þess að hann samdi í starfslok. Vísir greindi frá því. Þar sagði:

Ágætu samstarfsmenn. 

Ég vil upplýsa ykkur um að ég hef af persónulegum ástæðum samið um starfslok hjá Landsvirkjun. Tíminn hér hefur verið mjög lærdómsríkur og ánægjulegur, en á sama tíma hef ég lent í óbærilegum áskorunum í einkalífinu. Ég hef enn ekki ákveðið hvað ég tek mér fyrir hendur en er þess fullviss að ýmis tækifæri eru fyrir hendi í þeim efnum. Ég vil þakka ykkur fyrir frábær viðkynni og samstarf og óska ykkur öllum og fyrirtækinu alls hins besta í framtíðinni. 

DV hafði samband við Landsvirkjun í lok október og óskaði eftir staðfestingu og skýringu á starfslokum Helga. Þar var staðfest að Helgi hefði samið um starfslok en að öðru leyti gæti Landsvirkjun ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna.

Kjarninn greindi frá því í september að á síðustu fjórum árum hafi 11 tilvik komið upp er varða ásakanir um kynferðislega áreitni, áreiti eða ofbeldi hjá Landsvirkjun og að af þeim málum hafi tveimur lokuð með sátt, tveimur með munnlegri áminningu, tveimur með skriflegri áminningu, þremur með starfslokum og að tveimur málum sem sneru að utanaðkomandi aðilum voru leyst með öðrum hætti.

DV óskaði eftir frekari upplýsingum frá Landsvirkjun í októberlok, til dæmis hversu mörg málanna 11 hefðu átt sér stað síðan í ársbyrjun 2019 , hvort sami gerandi eða þolandi kæmi við sögu í fleiri en einu máli, eða hvort þolandi hafi í einhverjum tilvikum endað með að semja um starfslok eftir að mál hefði komið upp.

Svar Landsvirkjunar var eftirfarandi:

Frá 1. janúar 2019 hafa komið upp 7 tilvik, sem ýmist flokkuðust sem  áreiti, ofbeldi eða kynferðisleg áreitni. Þessi mál snúa bæði að starfsfólki, verktökum og samskiptum starfsfólks við ytri aðila.

Við munum ekki fjalla ítarlegar um einstök mál, enda höfum við enga heimild til að skýra frá nokkru því sem leitt getur til persónugreinanlegra upplýsinga. Á það bæði við hvað varðar gerendur og þolendur.

Allir samningar um starfslok eru bundnir gagnkvæmum trúnaði, án undantekninga.

Ekki hafa komið upp ný tilvik áreiti, ofbeldis eða kynferðislegrar áreitni í samskiptum starfsfólks, verktaka eða við ytri aðila frá því í september sl., þegar Kjarninn óskaði eftir upplýsingum um mál sem komið hefðu upp á sl. 4 árum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskir bændur leita að ástinni – „Austfirski folinn“ laus og liðugur og fertug ungfrú leitar að „dad-body“

Íslenskir bændur leita að ástinni – „Austfirski folinn“ laus og liðugur og fertug ungfrú leitar að „dad-body“
Fréttir
Í gær

Erlendur fjölmiðill greinir frá stríði Kleópötru við Samkeppniseftirlitið

Erlendur fjölmiðill greinir frá stríði Kleópötru við Samkeppniseftirlitið
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur skefur ekki utan af því – „Pútín hefur mistekist hrapalega“

Sérfræðingur skefur ekki utan af því – „Pútín hefur mistekist hrapalega“
Fréttir
Í gær

Einangrunarvist í gæsluvarðhald beitt óhóflega á Íslandi

Einangrunarvist í gæsluvarðhald beitt óhóflega á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er þetta svar Rússa við vestrænu skriðdrekum Úkraínumanna?

Er þetta svar Rússa við vestrænu skriðdrekum Úkraínumanna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungir þjófar á ferð í höfuðborginni

Ungir þjófar á ferð í höfuðborginni