fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Mikil skriðuhætta á Seyðisfirði áfram

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 20:30

Frá Seyðisfirði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Staðan er metin óbreytt frá því í dag og rýming í gildi. Einnig er óvissustig í gildi á Austurlandi af sömu ástæðu.

Veðurstofa Íslands hefur gefur gefið út appelsínugula úrkomuviðvörun sem gildir til klukkan níu í fyrramálið. Spáð er áframhaldandi mikilli rigningu sem valda mun auknum grunnvatnsþrýstingi og viðhalda hárri grunnvatnsstöðu. Áfram er því hætta á vatnsflóðum og skriðuföllum. Mikið álag er á fráveitukerfi og miklar líkur á vatnstjóni. Klukkan níu í fyrramálið tekur svo við gul úrkomuviðvörun hjá Veðurstofunni fyrir sama svæði. Þá er spáð áframhaldandi talsverðri rigningu með sömu áhrifum og tilheyrandi hættu.

Íbúar á Eskifirði, á ákveðnum svæðum nærri Lambeyrará og Grjótá, hafa verið beðnir um að fara að öllu með gát og fylgjast með aðstæðum.

Áfram verður fylgst með aðstæðum í kvöld og nótt og gripið til frekari öryggisráðstafana ef tilefni þykir til.

Meðfylgjandi myndir frá Seyðisfirði eru frá því í dag og tók Lögreglan á Austurlandi þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat