fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Fjölskylduhjálpin sökuð um mismunun – Bæjarfulltrúi fékk styrk sinn til samtakanna endurgreiddan

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. desember 2020 13:30

Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpinni um mismunun á grundvelli búsetu hafa heyrst í gegnum tíðina. Stöð 2 og Vísir.is hafa fjallað um slíkar ásakanir undanfarið. Kona ein segist hafa verið rekin úr biðröð fyrir jól vegna þess að hún býr í Hafnarfirði. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar, er sögð hafa hrópað yfir alla biðröðina að þau hjálpuðu ekki fólki úr Hafnarfirði af því Hafnarfjarðarbær styrki ekki samtökin. Hafi margir í röðinni verið reknir heim.

Fjölskylduhjálpin hefur einnig verið sökuð um mismunun gagnvart fólki af erlendum uppruna. Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þessa. Þar kemur meðal annars fram að ásakanir af þessum toga séu raktar allt aftur til ársins 2010:

„Fyrsta skipti sem þetta gerðist var árið 2010. Þrátt fyrir afneitun framkvæmdastjórans um að stunda mismunun gagnvart útlendingum sem fjölmiðlar birtu síðar afrit af uppteknu samtali hennar sem sýndi að þessar afneitanir voru ekki byggðar á staðreyndum. Með það í huga að þessar nýjustu fréttir séu byggðar á ásökunum, sumar þeirra frá einstaklingum sem ekki vildu tjá sig undir eigin nafni, teljum við engu að síður að skyldan felist í stjórnun Fjölskyldahjálpar til að sýna fram á, án vafa, að allir sem leita til þeirra vegna aðstoð séu meðhöndlaðir jafnt, óháð þjóðerni, trú, kyni eða kynþætti.

Við viljum minna borgarstjórn Reykjavíkur á skyldu sína til að vinna með tillöguna um heildstætt átak  gegn fordómum og hatursorðræðu sem lögð var fram á vegum samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi 30. apríl 2019 á sameiginlegum fundi borgarstjórnar og fjölmenningaráðs. Borgarráðsfulltrúar greiddu atkvæði samhljóða um að vinna með eftirfarandi tillögu:

„Lagt er til að Reykjavíkurborg fari í heildstætt átak gegn fordómum og hatursorðræðu í garð innflytjenda í þeim tilgangi að stuðla að þróun samfélags þar sem allir samfélagsþegnar fái að lífa með reisn, í sátt og samlyndi. Átakið gæti snúið fyrst að vinnustöðum Reykjavíkurborgar og svo að samfélaginu í heild sinni með það að markmiði að auka vitun um fjölbreytni samfélagsins, hvetja til jákvæðra orðfæris og raungera hin auknu gæði í tækifæri sem fjölbreytileiki felur í sér. Ekki síst er mikilvægt að efla faglega þekkingu starfsfólks Reykjavíkurborgar á menningarnæmi og -færni.“ ( hægt er að nálgast tillagan ásamt greinargerð hér)

Í ljósi þessa hvetjum við Borgarstjórn Reykjavíkur til að gera Fjölskyldahjálp einnig ábyrga, krefjast gagnsærrar rannsókna og, ef mismunun er sannarlega að störfum hjá Fjölskyldahjálp, að draga til baka allt það fjarmagn sem Fjölskyldahjálp fær, þar sem borgin getur ekki og verður ekki að veita fjármagn til samtaka sem starfa í beinni andstöðu við Mannréttindastefnur Reykjavíkur.“

Bæjarfulltrúi endurkallaði fjárstyrk sinn

Friðþjófur Helgi Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, tók þá ákvörðun fyrr á árinu að gefa launahækkun bæjarfulltrúa til góðgerðarsamtaka. Hefur hann í hverjum mánuði valið ný samtök fyrir gjafir sínar, en styrkurinn nemur 25.000 krónum. Í ljósi frétta af meintri mismunun Fjölskylduhjálparinnar bað Friðjófur samtökin um að endurgreiða sér styrk sinn og var orðið við þeirri beiðni. Friðþjófur ákvað að láta styrkinn renna til Hjálparstarfs kirkjunnar en hann birtir eftirfarandi Facebook-færslu um málið:

„Fjölskylduhjálp Íslands brást vel við beiðni minni um að endurgreiða þá upphæð sem ég lagði til starfs þeirra en dró til baka þar sem ég hafði áhyggjur af því að ekki væri tryggt að fólki sé ekki mismunað t.d. vegna kynþáttar og/eða þjóðernis þegar það sækist eftir hjálp hjá samtökunum.
25.000 krónurnar mínar þessi mánaðarmót fóru því á endanum til innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar sem aðstoðar fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun. Starf þeirra felst í því að greina vandann, veita félagslega ráðgjöf og efnislegan stuðning. Það felst einnig í valdeflingu sem leiðir til sjálfshjálpar þeirra sem starfað er með og í því að tala máli þeirra sem í nauðum eru staddir svo samfélagið taki tillit til þarfa þeirra og réttinda og að gripið verði til aðgerða sem breyta lífsmöguleikum þeirra til hins betra. Hjálparstarfið leggur ríka áherslu á að tryggja velferð barna og því er sérstaklega hlúð að barnafjölskyldum.
Og þar veit ég fyrir víst að fólki er ekki mismunað, þar eru allir jafnir í augum þeirra sem veita hjálpina ❤️

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“