fbpx
Föstudagur 30.október 2020
Fréttir

Handtekin eftir ásakanir um kynþáttaníð fyrir utan B5

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. október 2020 12:59

Mynd: Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á fertugsaldri lenti í útistöðum við mann fyrir utan skemmtistaðinn B5 í Bankastræti sumarið 2018. Sakaði hún manninn um að viðhafa kynþáttafordóma í sinn garð. Viðbrögð konunnar við meintri framkomu mannsins voru það hörð að lögregla kom á vettvang og færði hana inn í lögreglubíl, harkalega að hennar mati.

Viðskiptum konunnar við lögreglumenn lyktaði þannig að hún var ákærð fyrir brot vegn valdstjórninni, fyrir að hafa hrækt á lögregluþjóna og hótað þeim lífláti.

Í dómi Héraðsdóms vegna málsins í fyrra segir þetta meðal annars um málsatvik:

„Vitnið Alögreglumaður lýsti lögregluafskiptum af ákærðu er hún var stödd í Bankastræti fyrir utan skemmtistaðinn B5. Ákærða hefði verið mjög æst og kvaðst hafa orðið fyrir kynþáttafordómum. Eftir að ákærða veittist að karlmanni hefði hún verið færð í lögreglubíl vegna erfiðleika við að eiga við ákærðu, sem ekki sinnti því að fara þótt henni hefði verið gefinn kostur á því. Hún hefði að lokum verið flutt á lögreglustöð þar sem reynt hefði verið að ræða við hana, en hún hefði verið æst og alveg óviðræðuhæf og því verið ákveðið að færa hana í fangaklefa. Á leiðinni þangað hefði ákærða hótað að myrða vitnið og viðhaft orðalagið sem í ákæru greinir. Spurð hvort ástæða hefði verið til að taka hótuninni alvarlega kvaðst hún ekki geta dæmt það en þegar fólk segist ætla að drepa þig þá sé það óþægilegt, ekki síst þegar maður þekki ekki viðkomandi og viti því ekki hvort taka skuli hótuninni alvarlega eða ekki. Hún kvaðst ekki hafa getað dæmt um það hvort hún hefði tekið hótunina alvarlega en áður hefði ákærða hótað að hrækja á vitnið ef vitnið fyndi ekki síma ákærðu. Ákærða hefði síðan hrækt að vitninu.“

Annar lögregluþjónn lýsir því hvernig konan hefði hótað lögreglumönnum að hrækja á þá og síðan gert alvöru úr því.

Héraðsdómur dæmdi konuna í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Hún áfrýjaði dómnum til Landsréttar og fyrir helgi staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Lést af COVID-19

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sauð upp úr fyrir utan Hvítahúsið Sportbar – Kallaður skítugur smurolíukarl

Sauð upp úr fyrir utan Hvítahúsið Sportbar – Kallaður skítugur smurolíukarl
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sveinn segir máli sínu og Skúla lokið eftir dóm Hæstaréttar – Sviðin jörð að baki

Sveinn segir máli sínu og Skúla lokið eftir dóm Hæstaréttar – Sviðin jörð að baki
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Lést af COVID-19
Fréttir
Í gær

„Allar líkur á bóluefni í byrjun næsta árs“ – 9 bóluefni nú á lokastigi þróunar

„Allar líkur á bóluefni í byrjun næsta árs“ – 9 bóluefni nú á lokastigi þróunar
Fréttir
Í gær

Kári um ástandið og Þórólf: „Við höfum ekki fortíðina í höndum okkar“

Kári um ástandið og Þórólf: „Við höfum ekki fortíðina í höndum okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víðir boðar hertar aðgerðir – „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“

Víðir boðar hertar aðgerðir – „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar samtals eytt um 1.700 árum í sóttkví

Íslendingar samtals eytt um 1.700 árum í sóttkví