fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Stóra Gullkistumálið fær farsælan endi

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 27. júní 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma í mánuðinum greindi DV frá því að Margra áratuga gamlir ættarskartgripir hefðu horfið úr gullsmíðaverkstæðinu Gullkistan. Málið vakti athygli en fyrrverandi starfsmaður var ásakaður um að hafa stolið gripunum auk annara verðmæta, sem metið var á margar milljónir. Þessi fyrrverandi starfsmaður á þá að hafa kennt nánast níræðum eiganda verkstæðisins, Dóru Jónsdóttur um, taldi að hún væri farin að týna hlutum vegna aldurs.

SJÁ EINNIG: Uppnám í Gullkistunni – Starfsmaður grunaður um rán á skartgripum upp á margar milljónir

Þetta mál hefur nú fengið farsælan endi. Frá því greinir Ragnheiður Jónína Sverrisdóttir á Facebook-síðu sinni. Umræddir gullskartgripir eru í eigu dóttur hennar, Söru.

Skartgripunum var komið í viðgerð fyrir fyrirhugaða útskrift Söru úr Háskóla íslands. Gripirnir fóru til Gullkistunnar í febrúar, en síðan höfðu þeir ekki sést. Það breytist hins vegar í gær.

„Jæja undur og stórmerki svona daginn fyrir útskrift Söru. Ég bað gullsmiðinn um að lána Söru eitthvað hálsmen fyrir útskriftina á morgun. Það var ekki nema sjálfsagt sagði hún, en svo var Sara bara svo önnum kafin við að baka og sagðist ekki ná því en Dóra vildi endilega fá hana á staðinn. Hún ætlaði að koma henni á óvart en varð að segja henni tilefnið til að fá hana. Sara var ekki lengi að slökkva á ofninum og við hentumst af stað. Það var mikil gleði í litlu búðinni. Skartgripirnir eru fundnir hvernig og hvar sem þeir voru við spurðum ekki að því, það nægir að þeir eru fundnir og skínandi vel við gerðir og pússaðir Klárlega besta útskriftargjöfin. Ótrúleg tímasetning“

Í dag fer umrædd útskrift Söru fram, en líkt og Ragnheiður segir þá mun dóttir hennar bera gullgripina þrátt fyrir allt sem kom upp á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Í gær

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“
Fréttir
Í gær

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Í gær

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð