fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fjölskylda sem vísað var frá Íslandi á vonarvöl í evrópskum skógi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 10. október 2018 23:53

Nasr og fjölskylda hans Á vonarvöl í skógi í Evrópu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Toshiki Toma, prestur innflytjenda, sem staddur er í upprunalandi sínu Japan biður fólk um að veita hælisleitendum sem var vísað úr landi aðstoð og bæn. Þetta eru hjónin Nasr Rahim og Sobo Anwar Hasan og börnin þeirra tvö, Leo tveggja ára og Leona hálfs árs. Eftir að hafa verið send til Þýskalands var þeim vísað þaðan úr landi og hafast þau nú við í tjaldi í skógi í ónefndu Evrópulandi.

Hjónin eru Kúrdar en frá sitt hvoru landinu, Nasr frá Írak en Sobo Íran. Þau komu til Íslands í mars árið 2017 og skírðust til kristinnar trúar en var vísað úr landi í nóvember það ár.

„Eftir að þau voru send til Þýskalands, töldu þýsk yfirvöld skírnirnar þeirra vera falsaðar, gáfu þeim endanlega synjun og tilkynntu þeim fyrirhugaðar brottvísanir í lok september 2018.

Auk ástæðunnar sem þau flúðu heimalönd sín eru þau með aðra ástæðu hvers vegna þau mega ekki fara heim, sem er að þau eru orðin kristin. Ef Sobo verður send til Íran, mun hún verða sett beint í fangelsi.

Þau urðu að flýja Þýskaland og dvelja í dag í skógi í einu landi í Evrópu með tjald. (Ég forðast að segja nákvæmlega hvar þau eru) Þau eru með tvö börn – tveggja ára strák og sex mánaðar stelpu. Hvernig geta þau lifað af í slíkum aðstæðum?” segir séra Toshiki.

 

Séra Toshiki Toma
Prestur innflytjenda hefur barist fyrir mannréttindum hælisleitenda.

Fjölskyldunni kalt og litla stúlkan veik

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins frá 20. október árið 2017 er faðir Sobo háttsettur klerkur í Íran og fjölskylda hennar algerlega á móti hjónabandinu. Hann hefur ekki lifað samkvæmt ströngustu kennisetningum og til að mynda drukkið bjór, sem er ekki leyfilegt samkvæmt Islam.

Um tíma bjuggu þau í Írak en þar urðu þau fyrir áreiti, bæði frá fjölskyldu Sobo og meðlimum hryðjuverkasamtaka sem vildu fá Nasr í sitt lið. Þá flúðu þau til Þýskalands þar sem þeim var synjað um hæli. Komu þau þá til Íslands í von um vernd. Það gekk ekki eftir og í nóvember voru þau send úr landi aftur til Þýskalands.

Séra Toshiki fékk skilaboð frá vini Nasr um að fjölskyldan væri stödd í Frakklandi, væri heimilislaus og þyrftu að kveikja varðeld til að halda á sér hita. Þau væru í mjög slæmri stöðu vegna kulda og auk þess væri stúlkan litla veik.

„Mig langar innilega að biðja ykkur, kæru vinir, gott fólk, kirkjufólk og mannúðarsamtök, um að grípa til aðgerða til að rétta þeim hjálparhönd.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala