fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Fyrsta kvikmyndin um björgun fótboltastrákanna á leið í tökur

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 10. september 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvert kvikmyndafyrirtækið á eftir öðru hefur slegist um söguna af fótboltastrákunum sem festust í helli í Taílandi – og mögnuðu björgunaraðgerðirnar sem í kjölfarið fylgdu.

Saga strákanna og þjálfara þeirra hélt heiminum í heljargreipum í sumar og að svo stöddu eru allt að sex útgáfur á forvinnslustigi. Á kvikmyndahátíðinni í Toronto var þó formlega tilkynnt framleiðsla á háskadramanu The Cave. Myndin verður framleidd í Taílandi og situr leikstjórinn Tom Waller við stjórnvölinn, en hann er sjálfur af taílenskum uppruna. Á kvikmyndahátíðinni fór fram uppboð á milli framleiðslufyrirtækja sem vildu tryggja sér dreifingarétt myndarinnar.

Tökur fara fram í nóvember og verður The Cave þá fyrst kvikmyndanna í mark um fótboltastrákanna. 

Á meðan mikill spenningur ríkir fyrir The Cave stendur til hjá öðrum framleiðendum að útbúa eigin kvikmynd um söguna. Á samskiptamiðlum hafa margir hverjir lýst áhyggjum sínum yfir því hvort Hollywood-framleiðendur taki sér skáldaleyfi með söguna eða breyti kynþætti drengjanna og þjálfara þeirra í aðlöguninni.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Jon M. Chu (Crazy Rich Asians, G.I. Joe 2) hefur verið á meðal þeirra sem krefst þess að framleiðendur eigi að segja söguna rétt. Chu hefur sjálfur verið að þróa sína kvikmynd um þessa sögu og vill koma í veg fyrir svokallaða „hvítþvætti“ bransans vestanhafs.

„Ég neita að leyfa Hollywood að hvítþvo þessa sögu. Ekki séns. Aldrei á okkar vakt. Það mun ekki gerast, því annars er okkur að mæta. Það er falleg saga þarna um mannfólk að bjarga öðru mannfólki. Ef einhver ætlar að segja þessa sögu [í kvikmyndaformi] er eins gott að það sé gert rétt og af virðingu,“ segir Chu á Twitter.

Aðstandendur The Cave virðast í það minnsta ekki þurfa að hafa þessar áhyggjur.

Sjá einnig: Svona var atburðarásin við björgun strákanna úr hellinum – Ótrúlegt björgunarafrek – Tímalína

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“