fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Launmorðingjar næst á dagskrá hjá Elísabetu

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 10. september 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klipparinn Elísabet Ronaldsdóttir hefur verið ráðin til starfa fyrir sjónvarpsseríuna Wu Assassins. Streymiveitan Netflix sér um framleiðsluna og mun Elísabet klippa fyrstu tvo þætti seríunnar, en þeir verða tíu samtals.

Elísabet í faðmi Deadpool

Elísabet greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni, en hún er einn eftirsóttasti klippari landsins og hefur gert garðinn frægan upp á síðkastið með stórvinsælum kvikmyndum á borð við John Wick, Atomic Blonde og Deadpool 2 sem frumsýnd var í sumar. Elísabet hefur þó ekki eingöngu haldið sig við erlend verkefni á síðustu misserum og klippti einnig íslensku kvikmyndirnar Svanurinn og Vargur.

Sögusvið þáttanna er San Francisco og segir frá matreiðslumeistara sem snýr bökum saman við morðrannsóknarlögreglu. Saman ákveða þeir að fletta ofan af forngamalli ráðgátu þar sem yfirnáttúrulegir launmorðingjar, sem berjast fyrir réttlætinu, eiga í hlut.

Aðalleikari og einn framleiðandi Wu Assassins er indónesíski bardagameistarinn Iko Uwais. Hann þekkja margir úr hasarmyndunum The Raid og The Raid 2: Berandal, auk smáhlutverks úr Star Wars-myndinni The Force Awakens. Katheryn Winnick fer jafnframt með stórt hlutverk en hana kannast eflaust margir við úr sjónvarpsþáttunum Bones og Vikings.

Þættirnir Wu Assassin hefja göngu sína á streymiveitunni á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu