fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025

Er að verða einn af þekktustu einleikspíanistum í heiminum

Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA, gerir upp menningarárið 2017

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 27. desember 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í menningarannál ársins 2017 sem birtist í áramótablaði DV verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til hóps álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándann munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2017 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


forstjóri GAMMA.
Gísli Hauksson forstjóri GAMMA.

Gísli Hauksson

forstjóri GAMMA.

Hvað var eftirminnilegasta listaverk eða menningarafurð ársins 2017?

Safnsýning Ragnars Kjartanssonar í Hafnarhúsinu, Guð hvað mér líður illa, sem sett var í upp í framhaldi af afskaplega vel heppnuðum yfirlitssýningum í tveimur heimsþekktum söfnum, Barbican Centre í London og Hirshhorn-safninu í Washington DC. Stjarna Ragnars hefur aldrei skinið jafn bjart og einmitt nú.

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu (gott eða slæmt, viðburður, atvik, bransafrétt, trend, nýliði, listræn átök, menningarpólitísk ákvörðun eða hvað sem þér dettur í hug)?

Ótrúlegur árangur Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara á heimsvísu. Víkingur Heiðar er að verða einn af þekktustu einleikspíanistum í heiminum og sló sannarlega í gegn á árinu með flutningi á verkum Philips Glass fyrir Deutsche Grammophon. Víkingur spilaði á árinu í mörgum af helstu stórborgum heims og ég var svo heppinn að fá að sjá hann í Elbsphilarmonie í Hamborg, magnaður flutningur í mögnuðu tónlistarhúsi.

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2017?

Almenn jákvæðni. Uppsveifla í efnahagslífinu skilar sér með jákvæðum hætti inn í menningarlífið og ráðstöfunartekjur fólks hafa aukist, með þeim afleiðingum að landsmenn hafa meira aflögu til að njóta lista og menningar.


Menningarárið 2017 gert upp:

Alexander Roberts, sviðslistamaður
Ásgeir H. Ingólfsson, blaðamaður og skáld
Birta Guðjónsdóttir, myndlistarmaður og sýningastjóri
Brynja Pétursdóttir, danskennari
Dýrfinna Benita (Countess Malaise), tónlistar- og myndlistarkona
Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA
Guðni Valberg, arkitekt
Jóhann Helgi Heiðdal, heimspekingur
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson, tölvuleikjasmiður og tónlistarmaður
María Kristín Jónsdóttir, ritstjóri HA magasín
Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur og leikhúsgagnrýnandi
Sjón, rithöfundur
Stefán Baldursson, leikstjóri
Yean Fee Quay, sýningastjóri

Menningarannáll DV 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Fyrstu myndirnar af Netflix-stórmynd Baltasar Kormáks – Stórstjörnur í aðalhlutverkum

Fyrstu myndirnar af Netflix-stórmynd Baltasar Kormáks – Stórstjörnur í aðalhlutverkum
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Hnjúkaþeyrinn getur verið brellinn og brögðóttur“

„Hnjúkaþeyrinn getur verið brellinn og brögðóttur“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi