fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Umbreyting hússins er ótrúlega vel heppnuð

Guðni Valberg, arkitekt, gerir upp menningarárið 2017

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 30. desember 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í menningarannál ársins 2017 sem birtist í áramótablaði DV verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til hóps álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándann munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2017 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


arkitekt
Guðni Valberg arkitekt

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Guðni Valberg

Arkitekt hjá Tripoli arkitektum.

Hvað var eftirminnilegasta listaverk eða menningarafurð ársins 2017?

Það fyrsta sem kemur upp í hugann er Marshallhúsið sem hlaut nýverið Hönnunarverðlaun Íslands og mætti segja að sé allt í senn listaverk, menningarumgjörð og menningarafurð. Húsið, sem var upphaflega hannað sem síldarverksmiðja árið 1948, er í grunninn einstaklega falleg iðnaðarbygging. Það er svo einhver galdur sem verður til þegar gömlum iðnaðarhúsum er umbreytt til að hýsa menningarstarfsemi og er eitthvað sem vekur alltaf áhuga minn.

Þetta einstaka dæmi er þó sérstaklega áhugavert fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta er það aðkoma arkitektanna sjálfra, Steinþórs Kára Kárasonar og Ásmundar Hrafns Sturlusonar, sem höfðu frumkvæði að því að leiða saman rétta aðila í húsið eftir að þeir „uppgötvuðu“ það á siglingu út úr höfninni fyrir nokkrum árum síðan. Hafnarhlið hússins hafði verið falin á bakvið röð af gríðarstórum mjöltönkum til ársins 2009. Eftir að tankarnir voru fjarlægðir opnaðist frábært útsýni úr húsinu á borgina, enda húsið alsett stórum gluggum. Þetta útsýni og birtan sem gluggarnir gefa er einmitt svo einstakt við húsið og spilar það stórt hlutverk í upplifun manns innan í húsinu sem er nokkuð óvenjulegt í safnarýmum sem oftar en ekki eru hvítir gluggalausir kassar.

Umbreyting hússins er ótrúlega vel heppnuð þar sem nostrað hefur verið við hvert smáatriði en þó á minimalískan hátt og hráleiki gamla hússins fær að halda sér. Svo er bara að vona að húsinu takist að verða nógu sterkt akkeri til að stækka miðbæinn alveg út í Örfirisey, en það er enn dálítið slitið frá bænum. Nú er í bígerð að opna nýja mathöll í Sjávarklasanum og með enn frekari menningaruppbyggingu á austanverðum Grandanum ásamt nýrri uppbyggingu við Vesturbugt verður til samfelld lifandi miðbæjarstarfsemi allt frá Örfirisey að Hlemmi, og jafnvel alveg austur í Skeifu með tíð og tíma.

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu?

Eitt af því markverðasta í menningarlífinu á árinu mætti segja að sé matarmenningin á Hlemmi, það er að segja opnun mathallar þar. Umbreytingin á þessu gamla biðskýli strætó, sem mátti muna fífil sinn fegurri, yfir í mathöll sem iðar af lífi, er alveg ótrúlega vel heppnuð. Það var löngu kominn tími á góða mathöll í Reykjavík, löngu kominn tími á andlitslyftingu þessa húss og löngu kominn tími á að virkja Hlemm og nágrenni hans. Í raun er alveg magnað að þetta sé sama hús og hýsti biðskýli strætó fyrir tæpum tveimur árum. Húsið, sem hannað var af Gunnari Hanssyni 1978, er í grunninn mjög falleg bygging en hafði verið skemmd töluvert með breytingum á innra skipulagi og límfilmum í gluggum, auk þess sem ákveðið stigma var tengt húsinu.

Svo má ekki gleyma aðalatriðinu, því allir veitingastaðirnir í húsinu bjóða upp á frábæran mat. Þetta er góð blanda ólíkra staða og það má segja að þarna sé alltaf fullt af fólki, allskonar fólki, hvort sem það er fólk að bíða eftir strætó, fólk á leið í vinnu að kaupa sér kaffi og bakkelsi snemma á morgnanna, vinnuhópar að fá sér hádegismat eða vinir að fá sér mat og drykk að kvöldi til. Það er eitthvað sérstaklega skemmtilegt við það að fá sér bjór á Hlemmi, sem maður sá ekki alveg fyrir sér fyrir tveimur árum þegar verið var að henda fólki út úr húsinu fyrir sömu sakir.

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2017?


Í samhengi við að gamli miðbærinn sé að stækka bæði til vesturs og austurs, þá get ég ekki annað en hugsað til allrar þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað á árinu um skipulagsmál og arkitektúr. Umræðan um það hvernig borg við viljum byggja og búa í hefur líklega aldrei verið eins mikil eins og nú og þar eru gjarnan tveir mjög ólíkir pólar sem takast á, sérstaklega þegar kemur að þéttingu byggðar og samgöngumálum.

Fólk var að taka umræðuna um Víkurgarð, Hafnartorg, Gamla Iðnaðarbankann á Lækjargötu, Landspítalann, Laugaveg 4-6, Sundhöllina, Gamla Garð og fleiri byggingaráform og sitt sýnist hverjum um útlit og skipulag. Nú síðast var svo verið að ræða hvort fólk vildi sjá náttúrulegan eða nútímaarkitektúr í tengslum við uppbyggingu ferðamannastaða, sem er umræða sem ég skil ekkert í, enda er þar ekki um tvo andstæða póla að ræða heldur á þetta tvennt augljóslega að geta farið saman. En það er gott að fólk hafi skoðanir á hinu byggða umhverfi, því eins og Halldór Laxness sagði: „hús hafa miklu víðtækari uppeldisáhrif en bækur, því það eru hérumbil engir, sem alast upp á milli blaðanna í bókum, en allir alast upp ýmist í húsum eða kring um hús.“


Menningarárið 2017 gert upp:

Alexander Roberts, sviðslistamaður
Ásgeir H. Ingólfsson, blaðamaður og skáld
Birta Guðjónsdóttir, myndlistarmaður og sýningastjóri
Brynja Pétursdóttir, danskennari
Dýrfinna Benita (Countess Malaise), tónlistar- og myndlistarkona
Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA
Guðni Valberg, arkitekt
Jóhann Helgi Heiðdal, heimspekingur
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson, tölvuleikjasmiður og tónlistarmaður
María Kristín Jónsdóttir, ritstjóri HA magasín
Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur og leikhúsgagnrýnandi
Sjón, rithöfundur
Stefán Baldursson, leikstjóri
Yean Fee Quay, sýningastjóri

Menningarannáll DV 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi