fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Takast á við formið með djarfari og persónulegri hætti en við eigum að venjast

Rithöfundurinn Sjón gerir upp menningarárið 2017

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 25. desember 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í menningarannál ársins 2017 sem birtist í áramótablaði DV verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til hóps álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir áramót munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2017 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


rithöfundur
Sjón rithöfundur

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sjón

Ritöfundur

Hvað var eftirminnilegasta listaverk eða menningarafurð ársins 2017?

Sýning Doddu Maggýjar í Bergi á Klapparstíg er eftirminnileg. Þar var fléttað saman af aðdáunarverðu öruggi mynd og tónum og ekki hikað við að hafa hlutina fagra. Einnig glöddu mig kvikmyndirnar, Carcasse eftir tvíeykið Gústav Geir Bollason og Clémentine Roy og Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason. Gústav Geir og Hlynur eru líka starfandi myndlistarmenn og takast á við kvikmyndaformið með djarfari og persónulegri hætti en við eigum að venjast í íslenskum kvikmyndum.

Svo verð ég að minnast á uppgang ljóðsins sem alltaf er undanfari stórra tíðinda í bókmenntunum. Í haust misstum við okkar helsta ljóðskáld, Sigurð Pálsson, en allt það unga fólk sem er að gefa út bækur og tímarit, skipuleggja upplestra og rappkvöld er lifandi staðfesting þeirrar trúar á mátt skáldskaparins sem hann boðaði í skrifum sínum, kennslu og lífi.

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu?

Metoo-hreyfingin er menningarbylting sem yfirskyggir allt annað sem gerðist árið 2017 og fellur undir orðið menning.

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2017?

Mér sýnist að stjórnvöld séu loks að átta sig á því að sú hætta sem steðjar að íslenskri tungu er raunveruleg. Að hugsa á því tungumáli sem notað hefur verið til þess að lifa af á tilteknum stað er grundvöllur allrar staðbundinnar sköpunnar.

Á sama tíma hafa hópar eins og ÓS Pressan minnt okkur á verðmætin í framlagi aðfluttra listamanna og rithöfunda til íslenskrar menningar. Íslenskar bókmenntir samtímans eru skrifaðar á íslensku, pólsku, arabísku, spænsku, ensku, og enn fleiri málum. Ég vona að sá nýi veruleiki sem birtist í samspili þessara tveggja þátta skili sér í því að íslenskar menningarstofnanir ranki við sér og fari að sinna Íslendingum af erlendum uppruna. Mér þykir, til dæmis, óboðlegt að RÚV komist upp með að hunsa rúm 10% landsmanna, þótt ekki væri nema vegna þess að þau greiða líka áskriftargjöldin. Vonandi ræðum við það á árinu 2018.


Menningarárið 2017 gert upp:

Alexander Roberts, sviðslistamaður
Ásgeir H. Ingólfsson, blaðamaður og skáld
Birta Guðjónsdóttir, myndlistarmaður og sýningastjóri
Brynja Pétursdóttir, danskennari
Dýrfinna Benita (Countess Malaise), tónlistar- og myndlistarkona
Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA
Guðni Valberg, arkitekt
Jóhann Helgi Heiðdal, heimspekingur
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson, tölvuleikjasmiður og tónlistarmaður
María Kristín Jónsdóttir, ritstjóri HA magasín
Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur og leikhúsgagnrýnandi
Sjón, rithöfundur
Stefán Baldursson, leikstjóri
Yean Fee Quay, sýningastjóri

Menningarannáll DV 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“