fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Nokkur orð um sviðslistir, hátíð og líkama.

Menningarpistill eftir Sögu Sigurðardóttur

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 24. nóvember 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur orð um sviðslistir, hátíð og líkama.

Í framhaldi af Everybody´s Spectacular, sviðslistahátíð í Reykjavík, 15.-19. nóvember.

Höfundur: Saga Sigurðardóttir


danslistakona og BA í guðfræði
Saga Sigurðardóttir danslistakona og BA í guðfræði

Hátíð – orðið ber með sér að nú sé stund og staður til að fagna einhverju alveg einstöku. Yfirskrift nýliðinnar sviðslistahátíðar, „Everybody’s Spectacular,“ vísar í líkama og sjónarspil og leggur um leið til að sérhver líkami búi yfir hinu undraverða og stórkostlega. Við erum sannarlega einstök og undraverð, öll sem eitt. Þó nær hið einstaka varla hærri hæðum en þegar við komum saman í ástríðu til að fagna einhverju mikilvægu og undursamlegu. Það er hátíð.

Með Everybody’s Spectacular sameina Reykjavík Dance Festival og LÓKAL leiklistarhátíð krafta sína einu sinni á ári og bjóða upp á alþjóðlegan vettvang fyrir mikilvæga, örvandi, fagra, ágenga, nærandi, aðkallandi, umbyltandi sviðslist. Ég spandera öllum þessum lýsingarorðum því þau krauma í huga mér og kroppi eftir upplifun mína af hátíðinni í liðinni viku. Þar fengu líkamar og athafnir að tala sínu máli. Það er einhver keimur í loftinu, og ég held það sé keimur af byltingu. Byltingu þeirra sem þrá breytt samfélag og eru tilbúin að leggjast á árar með athöfnum sínum til að bjóða ný sjónarhorn á tilveruna:

SANNLEIKURINN MUN FRELSA ÞIG, EN FYRST ERGJA ÞIG

Þessi yfirlýsing og fleiri áskoranir frá hátíðarhöldurum flugu út til þátttakenda á hvítum bómullarbolum – upphrópanir í small, medium og large, reiðubúnar að láta á sér bera í straumnum. Gestir klæddust ákallinu og báru það um alla borg. Einföld athöfn og varandi andóf í senn, en athöfn og andóf voru meðal lykilorða hátíðarinnar í ár, með „þá hugmynd að vopni að athafnir sem fela í sér andóf geti allar haft meiriháttar áhrif á umheiminn,“ eins og segir í ávarpi frá listrænum stjórnendum. Þeir eru fjórir: Ásgerður G. Gunnarsdóttir, Alexander Roberts, Bjarni Jónsson og Ragnheiður Skúladóttir. Aftur, dæmi um það hvers við erum megnug saman.

Haft eftir stjórnendum er listin „birtingarmynd vonarinnar sem við berum í brjósti um jákvæðar breytingar og þróun samfélagsins. Við vitum að í þeim efnum eru oftast stigin fá og lítil skref í einu, en það skiptir máli að skrefin séu tekin.“ Og þessi skref voru tekin á Everybody’s Spectacular. Ekki aðeins af fögrum líkömum á hreyfingu á sviði (en einnig, jú), heldur voru þau stigin af alls konar líkömum í ýmsum hlutverkum; listamönnum, gestum, skipuleggjendum, sjálfboðaliðum, áhorfendum. Skrefin stigu þessir líkamar hlaðnir hugsjón, von og gleði en einnig reiði og kjarki. Líkamar með læti, líkamar með rödd. Líkamar sem fengu pláss og athygli á Everybody’s Spectacular: agaðir, óstýrlátir, liðugir, hamlaðir, alls konar litbrigði, alls konar kyn og alls konar þrár, unglingar, mæður, feður, útlendingar, Íslendingar, og dýr. Gestir hnoðuðu sín eigin munúðar-líffæri úr leir og lögðu á altari sem vinarvott við náttúruna og náttúruna í okkur (Gérald Kurdian). Gerðust aftur (eða voru) táningar í allri þeirri viðkvæmu gleði og hræringum (Ásrún Magnúsdóttir). Mæðgin mættust upp á nýtt eftir áföll og sorg, með hreinskilinni og heilandi leið frásagnarlistarinnar (Broken Talkers). Kúgandi regluverki er ögrað blíðlega í hreyfingum og samveru á sviði (Bára Sigfúsdóttir), feðraveldinu gefið kjaftshögg af brjáluðum, dansandi og syngjandi kvenlíkömum (Elina Pirinen) sem rífa í sig hefðina og færa okkur boðskapinn: við viljum gera þetta svona. Þetta eru aðeins nokkur dæmi.

Öll skref sem tekin eru í átt að góðu og réttlátu samfélagi eru vonarskref; skrefin sem við tökum í átt til þeirra sem við elskum, skrefin sem við stígum vongóð á dansgólfinu, í sviðsljósinu, á bak við tjöldin, á móti ranglætinu, á leiðinni út í byltinguna. Við þurfum þessi skref, alla daga. Að fara á fætur og sinna ástríðum okkar krefst líkama. Og jafnframt er það undir okkur komið að gera öllum líkömum það kleift. Hér er ákall til allra einstakra líkama í hringiðu samtímans – beitum okkur, skref fyrir skref, á uppbyggjandi og umbyltandi hátt, gerum það sem við höfum trú á, gerum það saman, höfum hátt um það, hreyfum það, höldum hátíð og verum góð við dýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 1 klukkutíma

Mögnuð mynd af árekstri tveggja vetrarbrauta

Mögnuð mynd af árekstri tveggja vetrarbrauta
Bleikt
Fyrir 1 klukkutíma

YouTube-stjarna svarar fyrir sig: „Ég brundaði ekki yfir köttinn minn“

YouTube-stjarna svarar fyrir sig: „Ég brundaði ekki yfir köttinn minn“
433
Fyrir 4 klukkutímum

Þurfa stuðningsmenn Liverpool að óttast það að missa Mane í sumar?

Þurfa stuðningsmenn Liverpool að óttast það að missa Mane í sumar?
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Dóttir Guðbjargar skilgreinir sig sem kött: „Fannst gaman að hafa eyru og skott“

Dóttir Guðbjargar skilgreinir sig sem kött: „Fannst gaman að hafa eyru og skott“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Stjórnlaus ofbeldismaður í Eyjum: Gómaður eftir að hafa barið þrjá

Stjórnlaus ofbeldismaður í Eyjum: Gómaður eftir að hafa barið þrjá
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Búið að breyta höfuðstöðvum KSÍ í grunnskóla: 200 börn verða þar vegna myglu í Fossvogsskóla

Búið að breyta höfuðstöðvum KSÍ í grunnskóla: 200 börn verða þar vegna myglu í Fossvogsskóla